Leita í fréttum mbl.is

VG í kreppu.

untitledÞær eru dálítið táknrænar myndirnar sem birst hafa blöðum og ljósvakamiðlum af flokksráðsfundi VG um helgina. Það vekur t.d. athygli að þeir félagarnir Ögmundur og Steingrímur sitja ekki saman á fremsta bekk heldur er bil á milli þeirra. Á hægri væng fremsta bekkjar situr Guðfríður Lilja Grétarsdóttir og henni við hlið Kolbrún nokkur Halldórsdóttir, sem þeir er til þekkja segja að hafi unnið ötullega ásamt öðrum gegn Guðfríði Lilju, bæði í prófkjöri VG sem og í sjálfri kosningabaráttunni í vor. Þá sást greinilega á umræddum myndum hve illa fundurinn á Flúðum var sóttur, en fólksfæðin á fundinum var staðreynd og til marks um flokk í vanda, ef ekki kreppu. Ég hef ekki séð tæmandi skrá yfir samþykktir gerðar á flokksráðsfundinum, en svo segir mér hugur, að samkvæmt venju hafi VG hliðrað sér við að taka sér stöðu sem flokkur stéttarbaráttu og verkalýðshyggju. Um næstu áramót eru kjarasamningar verkafólks lausir.  Ljóst er að ójöfnuður og stéttamunur í þjóðfélaginu hefur aukist mikið á umliðnum árum. Nú ætti að vera lag fyrir VG, það er að segja ef þar er raunveruleg vinstrihreyfing á ferðinni, að nýta sér tækifærið og gera sig gildandi sem raunverulegann verkalýðsflokk.


mbl.is Flokksráð VG ályktar um OR og almannaþjónustu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband