Leita í fréttum mbl.is

Do-do bak við hús á Bergstaðarstræti.

Það mun hafa verið síðla ágústmánaðar, einmitt á þeim tíma ársins sem sveitafólk kallaði hér fyrrum ,,að áliðnum slætti", að vinur okkar allra, Kolbeinn Kolbeinsson, frændi Kolbeins eiginmanns frú Ingveldar, mætti sér ókunnugri konu neðarlega á Bergstaðarstrætinu. Skipti engum togum, að þau tóku tal saman, sem endaði með því að þau smokruðu sér inn á næstu lóð og gerðu do-do bak við hús. Þegar þau höfðu lokið sér af og bæði búin að gyrða upp um sig, var Kolbeini heldur en ekki glatt í geði og spurði konuna formálalaust, hvort ekki væri góður grundvöllur fyrir áframhaldandi farsælum samskiptum þeirra í milli. En kona hélt nú ekki; hún héti Katrín og væri hamingjusamlega gift góðum og elskulegum manni og vildi síst af öllu vera í kunningskap við menn sem legðust umyrðalaust með ókunnugum konum, sem þeir fyrir tilviljun mættu á götu að kvöldlagi.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband