Leita í fréttum mbl.is

Osama bin Laden og ný-frjálshyggjumennirnir.

Það hlýtur að verða ný-frjálshyggjumönnum mikil unun og gleðiefni að hlýða á flokksbróðir þeirra, Osama bin Laden, hefja upp rödd sína og ávarpa bandarísku þjóðina þann egglevta september. Sá dagur verður áreiðanlega mikill kjólfatadagur hjá fasistunum. 
mbl.is Bin Laden sagður ætla að ávarpa bandarísku þjóðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda

Þoli ekki þetta vinstri pack sem tilbiður að altari pólitískrétttrúnaðshippalótusstelinga safnaðarins, þar sem sjálfréttlæting og eigin ágæti er 10undað fyrir öðrum furðuverum.

Linda, 6.9.2007 kl. 22:36

2 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Jæja !

Níels A. Ársælsson., 6.9.2007 kl. 22:39

3 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Ja, nú þykir mér týra. Ég gæti best trúað, Linda mín, að það hafi orðið smá skammhlaup í pólitísku taugunum hjá þér. Það er aldeilis ekki á hverjum degi sem einhverjum tekst að ryðja út úr sér heilu 37, þrjátíu og sjö, stafa orði. Ég vona bara að það hafi ekki sprungið öryggi líka.

Jóhannes Ragnarsson, 6.9.2007 kl. 22:46

4 Smámynd: Elías Halldór Ágústsson

Pólitískrétttrúnaðshippalótusstellingasöfnuðurinn hefur bara rétt fyrir sér og Linda hefur rangt fyrir sér. Svo einfalt er nú það.

Elías Halldór Ágústsson, 6.9.2007 kl. 23:58

5 Smámynd: Elías Halldór Ágústsson

Þetta orð er 57 stafa.

Elías Halldór Ágústsson, 6.9.2007 kl. 23:59

6 identicon

Ég veit ekki hvort það geri eitthvað gagn að benda á það að Ósama bin Laden er ekki frjálshyggjumaður. Hann er hryðjuverkamaður.

Dæmi um frjálshyggjumann er Jón Sigurðsson forseti.

Að bendla Ísland við hryðjuverkamenn og segja slíka menn flokksbræður íslenskrar stjórnmálastefnu er svolítið landráðalegt, svo ekki sé meira sagt.

Ég fæ ekki skilið hvað rekur menn í að hata eigin þjóð eins mikið og meðlimir þessa fyrrnefnda safnaðar. En það kann hugsanlega að stafa af óeðlilegri minnimáttarkennd og veruleikafirringu. Hinsvegar er sú staðreynd að slíkt fólk fær tækifæri til að lifa af á Íslandi vottur um hversu fullkomið samfélag hefur þróast á Íslandi og ber vitni um framsýni og umhyggju frjálshyggjunnar.

Pétur Guðmundur Ingimarsson (IP-tala skráð) 7.9.2007 kl. 00:55

7 identicon

Heimskan og fordomarnir i thessarri yfirlysingu faer mann virkilega ad hugsa um hvers konar madur skrifar thetta.

 Ef thu getur a einhvern hatt rokstutt thessa ut i hott fullyrdingu tha skal eg gladur lesa thad. Eg vona nu ad thetta hafi verid sett fram i fljotfaerni en eins og eg segi, ef thu kemur med rokstudning fyrir thessu mun eg gladur lesa thad.

Steinn Halldórsson (IP-tala skráð) 7.9.2007 kl. 02:46

8 Smámynd: dnxcoded

Bin Laden er ný-íhaldsmaður (neo-conservitive). Ef miðað er við G. Bush eldri og yngri á móti afa og faðir þeirra Prescott Bush sem var þá bara íhaldsmaður og studdi nasista til valda.

dnxcoded, 7.9.2007 kl. 06:58

9 Smámynd: halkatla

liberals í USA eru þeir sorglegustu í heimi, þeir neita að trúa reynslusögum múslimskrakvenna, allt í nafni pólitískts réttrúnaðar - og að sjálfsögðu hefur bin Laden aldrei gert neitt rangt, honum er stjórnað frá USA yeah right. skoðanasystkyni þeirra á Íslandi eru síðan mörg að eltast við Hamas, en Hamas var byrjað að spreyja svartri málningu á fætur palestínskra skólastúlkna árið 1993 ef þær voru ekki í kuflum og Hamas ber mikla ábyrgð í því að konur á Gasa hættu að mega klæðast fötum og voru settar í kufla, Hamas er algerlega satanískt dæmi á allan hátt, en nei nei, þetta vill fólk ekki heyra

ég held reyndar að bin laden sé dauður, en í alvöru talað, þessi pólitíski réttrúnaður um að Islam sé friðartrú og að terroristar séu misskildir, það er ótrúlega öfgakennd heimska.  

halkatla, 7.9.2007 kl. 09:52

10 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Ég hélt að hvert barn sæi að Osama bin Laden er skilgetið afkvæmi sparifarafasismans sem einhverjum orðhögum spugurum datt í hug að fara að kalla frjálshyggju, eða ný-frjálshyggju, en er, þegar allt kemur til alls, bara venjulegur kapítalismi. Og kapítalisminn er fyrst og síðast grundvallaður á græðgi og er ósköp einfaldlega græðgi sem hefur verið skipulögð og þróuð á risavaxinn hátt.

Jóhannes Ragnarsson, 7.9.2007 kl. 12:37

11 Smámynd: Linda

Tíhí, ég veit, stundum fer ég í ham, ekkert við þig að sakast sko. Ég hef bara afskaplega litla þolinmæði fyrir pólitík almennt og vinstri nánast enga, þó eins og með Múslíma þar er líka margt gott fólk að finna, sem ég elska út af lífinu Góðar stundir.

Linda, 7.9.2007 kl. 19:22

12 Smámynd: halkatla

Baldur, hvar sagði ég þér að hata vini þína? Er ekki í lagi hjá þér? heldur þú að allir múslimar hugsi eins og styðji Hamas? þessar yfirlýsingar þínar segja mest um þig og hvernig þú dæmir alla útfrá því hvaða trú þeir fæðast inní.

 Baldur klikkar síðan út með þessum orðum;

Vissulega er fullt af öfgamönnum, hryðjuverkamönnum og kvennhöturum innan Islam - og þeim ber að berjast gegn.  Alhæfingar á borð við þær sem Anna ber á borð, skila engu í þá átt, heldur þvert á móti vökva þann jarðveg sem bókstafstrúarmenn treysta á.  
Sem mann grunar að sé einmitt markmið hinnar háheilögu.

Nú nú, afhverju má þá ekki tala um staðreyndir varðandi Hamas, sem eru þekkt hryðjuverkasamtök? Það á að berjast gegn þeim en það má ekki tala um þá, sniðug aðferð og líkleg til þess að virka

annars er maður bara sleginn yfir því að fá á sig svona hatursfulla og ljóta gusu frá einhverjum manni, fyrstu orð hans eru svo ljót að þau dæma sig algerlega sjálf. Hann ætti að leita sér hjálpar við þessu. 

halkatla, 7.9.2007 kl. 19:53

13 Smámynd: halkatla

þessi stórkostlega alhæfing mín er tekin úr sögubók{ekki skáldsögubók heldur bók með reynslusöguum múslimakvenna, m.a frá Palestínu og í Ísrael}, meira en það alhæfði ég nú ekki, og tilgangurinn var mestmegnis sá að vekja fólk einsog hann af sínum þægilega doða, og til þess að viðurkenna hvað er rétt og hvað er rangt. Þó að mér sé illa við langflesta liberals í bandaríkjunum hefur hann engan rétt á að leggja mér orð í munn eða tala svona. Baldur McQueen ætti að skammast sín, og það rækilega!  

halkatla, 7.9.2007 kl. 19:56

14 Smámynd: halkatla

og í sömu bók er fjallað um Osama og vin hans mullah Omar og því lýst sem þeir hyggjast gera í Afghanistan, bókin er gefin út 1993, semsagt 3 árum áður en talíbanar komust algerlega til valda.

og það er greinilegt að Baldur telur vini sína sambærilega við talíbana og Hamas, góður félagi þar á ferð eða hitt þó heldur. 

halkatla, 7.9.2007 kl. 19:59

15 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ah.. nú fatta ég þig Jóhannes! Þú ert spaugari!...og hægrisinnaður í þokkabót. Þetta er algjör snilld hjá þér að setja vinstrimannapælingar fram á þennan hátt. Þegar fólk les þig þá áttar það sig á hverslags tilvistarkreppa er almennt að hrjá vinstrimenn í dag.

Takk Jóhannes..Keep up the good work!

Gunnar Th. Gunnarsson, 7.9.2007 kl. 21:15

16 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Rangt Gunnar Th. ég er hvorki spaugari né hægrisinnaður. Þar að auki skil ég ekkert í svona ómaklegri árás á mig. 

Jóhannes Ragnarsson, 7.9.2007 kl. 22:12

17 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Baldur; hvers vegna beita þá þessir svokölluðu "hófsömu Múslimar sér ekki af hörku gegn öfgahópunum, sem greinilega koma óorði á alla Islamista? Það eina sem maður heyrir frá þeim er að þeir taka undir ramakveinið í morðóðum öfgamönnunum um hve særandi og niðrandi einhverjar teikningar í fjarlægum löndum eru. Afhverju einbeita þeir sér ekki að vandamálum heima fyrir, í stað þess að þefa þau uppi um allar koppagrundir?

Gunnar Th. Gunnarsson, 7.9.2007 kl. 22:58

18 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Og Jóhannes, þetta komment til þín átti að vera kaldhæðni  .. ekki vera sár þó ég særi þig

Gunnar Th. Gunnarsson, 7.9.2007 kl. 23:15

19 Smámynd: halkatla

Baldur, já þú svaraðir af heldur miklum krafti, hörku myndi ég kalla það. Ég er nýbúin að læra  hvað ad hominem rökvillan er og ég veit að þú beittir henni gegn mér af alefli. Þó að mér sé illa við margt í trúarbrögðunum Islam þá er mér alls ekki illa við fólkið sem fæðist inní þau eða stundar þau á friðsaman hátt. Það er vissulega hægt að finna allskonar réttlætingar á siðlausri hegðun í nánast öllum trúarbrögðum sem hafa verið skráð á bækur {nema kannski í búddisma? hehe} en það sem ég er á móti er einfaldlega þegar þessar ævafornu réttlætingar eru notaðar gegn fólki í nútímanum, þegar við eigum að vita betur. Ég finn mjög til með múslimum sem eru að upplifa það að trú þeirra sem þeir upplifa sem jákvætt afl er notuð til að réttlæta myrkraverk. ég tel mig vera að hjálpa þeim með því að gera skýran greinarmun á því sem er friðsöm Islam í raun og svo mannréttindabrota Islam.  Islam þarf að losa sig við ALLAR kennisetningar sem hjálpa illmennum að brjóta mannréttindi. Trúin sjálf þarf að breytast verulega að mínu mati - en það er að sjálfsögðu bara mitt mat og ég færi aldrei að þröngva því uppá neinn sem ekki vill. Ég geri samt eiginlega þá kröfu að ég þurfi ekki að hafa nein réttindi sem annað fólk fær ekki að hafa líka, en það er ekki ennþá byrjað að fara eftir þeim fyrirmælum, sérstaklega ekki í Islam ríkjum til hvers að hafa trúfrelsi, málfrelsi, skoðanafrelsi og hvaðeina, ef það er til fólk sem hefur það ekki?? 

Ég minntist á Hamas vegna þess að ég var að fárast yfir Liberals sem segja uppí opið geðið á múslimakonum að þær geti ekki hafa upplifað hitt og þetta vegna þess að Islam sé nú friðartrú, þær glotta þá bara framan í þá og þeir byrja jafnvel að byrsta sig við þær og saka þær um fordóma og ég veit ekki hvað og hvað... það er bara nýtt fyrirbæri svona öfgapólitískur rétttrúnaður og ég er reið útaf honum. Allt tal um að Islam sé friðartrú gerir illt verra, að mínu mati, hún er auðvitað hvorki friðartrú né hryðjuverkatrú heldur samanstendur hún af fólki sem vill bara vera hamingjusamt einsog allir aðrir, en slæma fólkinu innan hennar vex ásmegin þegar fólk þykist ekki geta trúað neinu slæmu, bara vegna þess að þetta er Islam. 

Ég finn að sjálfsögðu líka til með öllum sem lenda í ofsóknum fyrir að vera í tilteknum trúarhópi. Það eiga allir að sýna virðingu, en ég tel mig ekki þurfa að sýna trúaratriðum virðingu einsog fólki, hvort sem fólk er kristið eða múslimar eða hvað sem er, það á að vera hægt að gagnrýna þeirra siði, venjur og kennisetningar ef tilefni er til. 

Jæja, ég vildi bara koma þessu á framfæri, afsökunarbeiðni þinni er hérmeð tekið með miklum virktum og viðhöfn - ég var nefninlega ansi móðguð áðan

nú getum við snúið okkur aftur að sápúóperunni miklu um bin laden - er hann dauður eða lifandi?? það kemur vonandi svar um það í næsta þætti!

halkatla, 8.9.2007 kl. 01:44

20 Smámynd: halkatla

já Baldur, eitt enn, þú ert greinilega að meina mjög vel þannig að ekkert spá í því sem ég sagðist halda um þig áðan

halkatla, 8.9.2007 kl. 01:53

21 Smámynd: halkatla

ég skipti mér ekki meira af þessari umræðu, mér finnst bara þessi klausa hjá Baldri mjög merkileg;

Hugsanlega er þetta af sama meiði og þögn kaþólsku kirkjunnar varðandi misnotkun barna; það er erfitt að horfast í augu við og viðurkenna skömmina.  Þeir sem vilja tala opinskátt þurfa að berjast við enn fleiri sem leggja ekki í baráttuna.
Ég hef einnig heyrt trúarleiðtoga (hér í Bretlandi) tala um að þeir séu fastir milli steins og sleggju.  Annars vegar er samfélag fullt af fordómum og alhæfingum í garð Islam - hins vegar öfgamennirnir.

skerí, en skiljanlegt... þetta tvennt er í rauninni mjög sambærilegt, einsog þú setur þetta upp. vel mælt.

halkatla, 8.9.2007 kl. 01:57

22 identicon

Komið þið sæl !

Mér sýnist, sem ég verði að hnykkja á því, við þann mæta dreng; Baldur McQueen, að það ágæta fólk, hvert iðkar, t.d. Múhameðstrú, kasti henni, hyggist það setjast að, í kristnum ríkjum, og taki upp háttu viðkomandi þjóða.

Þetta er svo augljóst, að þarf varla að tönnlast á; öllu frekar.

Engin ástæða til, fyrir Önnu Karen; að láta undan síga; í þessarri orðræðu, engin hálfvelgja, gagnvart þessu kufla- og slæðu fólki dugir lengur; miklu fremur hiklaus afstaða og einurð.

Pétur Guðmundur Ingimarsson ! Frjálshyggjumenn eru jú; efnahagslegir og siðferðilegir hryðjuverkamenn, svo öllu sé, til haga haldið.

Jóhannes ! Þakka þér, að opna á þessa gagnlegu umræðu; sem fyrr, á síðu þinni.

Með beztu kveðjum, úr Árnesþingi / Óskar Helgi Helgason  

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 8.9.2007 kl. 13:48

23 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Vel kominn á fætur Aron. Áttu við þennan Steingrím Hermannson sem eignaðist bróðir um daginn?

Jóhannes Ragnarsson, 8.9.2007 kl. 13:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband