Leita í fréttum mbl.is

Nauðsynlegt að bregðast til varnar gegn ósvífnum auðvaldslýð.

GlæpamennÞessi færsla er af heimasíðu Ögmundar Jónassonar, ogmundur.is

,,Það er hollt að huga að samhengi hlutanna. Þegar Orkuveita Reykjavíkur er nú sett upp á einkavæðingarfæribandið þá er það gert til að þjóna peningamönnum á borð við þá Finn og Ólaf. Þeir beinlínis lýsa því yfir að vænlegustu fjárfestingarkostir komandi ára séu á sviði raforku og vatns. Er það kannski þarna sem hina "spennandi" fjárfestingar Finns Ingólfssonar er að finna? En peningamennirnir þurfa pólitíska hjálp einsog fyrri daginn. Eðlilegt er að spurt sé: Hverjum eru þeir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmssson, oddviti Sjálfstæðismanna og Björn Ingi Hrafnsson, oddviti Framsóknarmanna í Reykjavík, að þjóna með því að krefjast þess að OR verði færð í sölubúning með háeffun?"

Svarið við spurningu Ögmundar er að sjálfsögðu, að Vilhjálmur Þ. og Björn Ingi eru að þjónusta þá sem gera þá út, þ.e. auðvaldstarfa og arðræningja á borð Finn og Ólaf og fleiri slíka sem ekki hefur munað um að fara ránshendi um eigur almennings á síðustu árum.

Það verður að fara að skipuleggja aðgerir gegn þessum óaldalýð og það strax. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já ég held að það sé alveg komin tími til að almenningur rísi upp og láti í sér heyra, þó fyrr hefði verið, meðan verið er að gefa fáum útvöldum auðlindir þjóðarinnar. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.9.2007 kl. 09:47

2 Smámynd: Fríða Eyland

Sammála Ögmundi, Ásthildi og Sveini það er löngu tímabært að stöðva þessa þróun

Jóhannes þakka þér fyrir góðar, skeleggar og fyndnar færslur, ég er alls ekki nógu dugleg við að kvitta 

Fríða Eyland, 14.9.2007 kl. 01:05

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Æjh, hvað er erfitt líf að þurfa að fjárfesta fyrir eigið fé á eigin forsendum í stað þess að láta fjárfesta fyrir sig með kosningu á fulltrúum stórs hluta launa okkar á fjögurra ára fresti. Það liggur við að tár falli við tilhugsunina!

Geir Ágústsson, 15.9.2007 kl. 23:10

4 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Hvað hefur orðið af þér Jóhannes Ragnarsson?

Ingibjörg Friðriksdóttir, 22.9.2007 kl. 20:03

5 Smámynd: Sigríður B Sigurðardóttir

Jói minn, ertu lasinn ?  þú hefur ekkert bloggað síðan 12.sept. Ef svo er þá vona ég að þér batni sem fyrst. Ég veit nefnilega að þú ert ekki hættur að hafa skoðanir 

Sigríður B Sigurðardóttir, 24.9.2007 kl. 14:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband