Leita í fréttum mbl.is

Grínaktugir Varðargaurar

Þeir eru bara andskoti grínaktugir gaurarnir í stjórn Varðar, fulltrúaráði Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík. Í tilkynningu, sem stjórn Varðar sendi frá sér í dag, bregður þessi spaugsama stjórn á leik með því að lýsa yfir fullu trausti og stuðningi við borgarstjórnarflokk Sjálfstæðisflokksins undir stjórn Vilhjálms Þorn Vilhjálmssonar. Það er ljóst, að stjórn Varðar hefur verið í miklu stuði í dag og fullvíst má telja að fulltrúarnir hafi grenjað af hlátri þegar þeir samþykktu tilkynninguna því sannast sagna eru Sjálfstæðismenn vítt og breytt annaðhvort lamaðir eða brjálaðir út í borgarstjórnarflokkinn og hugsa honum þegjandi þörfina í næsta prófkjöri.
mbl.is Lýsir miklum vonbrigðum með slit meirihlutasamstarfsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband