Leita í fréttum mbl.is

Gamaldags kröfuhafar á villigötum

Ekki botna ég nokkurn skapaðan hlut í þessum kröfuhöfum í þrotabú Frjálsrar fjölmiðlunar, að vera ekki hrifnir af því að skiptastjóri þrotabúsins skuli hafa tekið sér sanngjarna þóknun í sliptalaun. Svona ósanngjarnir og smámunasamir labbakútar hefðu átt skilið fá ekki eina einustu krónu upp í kröfur sínar. Auk þess er ekki annað að sjá, en að nefndir kröfuhafar séu algjörlega úr takti við íslenskan raunveruleika og staðreyndir. Þessir karlar gera sér t.d. enga grein fyrir, að það sem áður var dyggð er nú almennt talinn heimóttarskapur og að það sem í gamla daga var álitin frekja, ágirni og ruddaskapur, að maður taki sér ekki orðið synd í munn, flokkast í nútíðinni undir eftirsóknarverða fyrirmyndarhegðun, sem allir ættu að temja sér. Mín skoðun er, að kröfuhafar í þrotabú eigi að tileinka sér nútímahugsunarhátt í stað þess að vaða um í villu og svíma fortíðar, sem hefur það eitt í för með sér, að þeir daga uppi eins og náttröll í miðaldaþjóðsögu. Eða halda menn kanske að þjóðfélagið okkar hafi verið græðgisvætt til einskis? Nei aldeilis ekki.    


mbl.is Úthlutaði sjálfum sér 106 milljónum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

að græða er að lifa - sérstaklega ef það er gert á vafasömum forsendum.

halkatla, 13.10.2007 kl. 12:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband