Leita í fréttum mbl.is

Samfélag án karla er réttlætismál

Mikið held ég verði nú gaman á fémínístaráðstefnunni ,,Litlaus og kynblind" á laugardaginn; þar verður, ef að líkum lætur, ekki töluð vitleysan. Þá verður áreiðanlega ekki síður skemmtilegt að fylgjast með fundi smálessufélagsins Snótarsnót á veitingastaðum Grásleppan við Mjallarstíg, en þessi fundur á að bera yfirskriftina: ,,Konur, höfnum andskotans karlkyninu í eitt skipti fyrir öll - Samfélag án karla er réttlætismál !"
mbl.is Unga kynslóðin íhaldsöm og bakslag komið í valdahlutfall kynjanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Lilja

Ha?

,,Konur, höfnum andskotans karlkyninu í eitt skipti fyrir öll - Samfélag án karla er réttlætismál !"

 Hvað meinarðu? Aldrei hef ég fyrir hitt femínista sem vill samfélag án karlmanna.. Þetta er oftúlkun, mistúlkun og vitleysa.

Anna Lilja, 24.10.2007 kl. 15:30

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Hmmm ... Oftúlkun? ... Mistúlkun og vitleysa??? ... Áttu við að ég sé að oftúlka, mistúlka og vitleysast? Nei, ég er nú hræddur um ekki Anna Lilja, að ég sé að of- og mistúlka, hvað þá fara með vitleysu. Ég hefi, skal ég segja þér, oftsinnis heyrt fémínísta tala afar niðrandi um karlkynið, eins og það sé samsafn ónáttúrupésa, ónytjunga og ræfla, sem best heyrðu sögunni til. Svo eru líka til fáein séreintök af karlmönnum sem segjast vera fémínístar. En það eru karlar sem halda að kvensemin í þeim sé fémínísmi og vaða því um villuráfandi á ótroðnum brautum kvennafarsins. 

Jóhannes Ragnarsson, 24.10.2007 kl. 15:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband