Leita í fréttum mbl.is

Misheppnaðir boltagutlarar í Noregi ættu að halda sér á mottunni

Það er víst lítil ástæða til að taka ósæmilegt orðbragð einhverra íslenskra boltagutlara í Noregi um Eyjólf Sverrisson alvarlega. Þessir gutlarar eru hvort sem er misheppnaðir þegar fótamennt í knattspyrnu er annars vegar og ættu því að hafa hægt um sig. Hitt er svo aftur annað mál, að Eyjólfur hentar íslenska fótboltalandsliðinu einkar vel og má í því tilviki segja, að þar hæfi kjaftur skel. Nú, ef þessum ódámum tekst að hrekja Eyjólf á brott, er áreiðanleg best að landsliðssveinum okkar verði færður breskur rugbyþjálfari til að freista þess að láta þá spretta úr spori.
mbl.is Eru landsliðsmennirnir óánægðir með Eyjólf?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Ójá, ég held, þegar allt kemur til alls, að þú hafir lög að mæla Línbergur.

Jóhannes Ragnarsson, 24.10.2007 kl. 14:22

2 Smámynd: Stefán Þór Steindórsson

http://rocco22.blog.is/blog/rocco22/entry/340805/

Stefán Þór Steindórsson, 24.10.2007 kl. 14:33

3 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Þeir staðfesta það sjálfir, noregsgutlararnir, sem ég var að segja, að það væri ástæðulaust að taka þá alvarlega. Ég heyrði í Óla grindvíkingi í Brann í útvarpinu rétt fyrir hádegi og þá var hann á harðaspretti á undan því sem fjölmiðlar í Noregi höfðu haft eftir honum.

Jóhannes Ragnarsson, 24.10.2007 kl. 14:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband