Leita í fréttum mbl.is

Hægrimenn og dauðarefsingar

Það er ekki vert að fresta því sem koma skal, og í því ljósi er alveg bráðnauðsynlegt fyrir yfirvöld í Alabama að aflífa þrjótinn Siebert. Ég er hræddur um að eitthvað hefði hvinið í tálknunum á frelsisunnandi lýðræðisprömmum Vesturlanda, ef þetta hefði gerst í Svét á dögum Jóefs sáluga Stalíns. Svo væri virkilega áhugavert að komast að hvaða afstöðu íslenskir hægrimenn hafa til dauðrefsinga. En nefndir hægrimenn hafa, svo lengi sem elstu menn muna, verið páfanum kaþólskari á allt sem gerist undir handarjaðri auðvaldsins í Bandaríkjunum. Mig grunar t.d. að stuðningur við dauðarefsingu sé glettilega mikil í raun innan vébanda Sjálfstæðisflokksins, þó svo að kvikindin hafi, enn sem komið er, ekki þorað að koma út úr skápnum hvað þetta varðar. Já, þeim er flest til lista lagt þarna í ekkisens frjálshyggjurottuholunni.
mbl.is Drifið í aftöku áður en fangi deyr úr krabbameini
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

Jóhannes. Núna keyriru um þverbak. Vinstrimenn hafa verið jafn ötulir stuðningsmenn dauðarefsinga og aðrir. reyndar ef þú gæfir þér tíma til að skoða málinn þá  sæiru að fylgni við dauðarefsingar fer ekki eftir pólitískum skoðunum. 

Annar er hægt að segja um alla þá sem hylltu sovétið séu fylgjendur þrælahalds og dauðarefsinga. Jóhannes er þú fyljandi þrælahalds og dauðarefsinga? 

Fannar frá Rifi, 24.10.2007 kl. 17:38

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Það er best að koma því á framfæri strax, Fannar, að ég er og hef alltaf verið svarinn andstæðingur þrælahalds og dauðarefsinga, hef algjöran og fullkominn viðbjóð á hvoru tveggja. Í mínum augum geta fylgjendur slíks óþverra ekki undir nokkrum kringumstæðum talist til vinstrimanna. 

Jóhannes Ragnarsson, 24.10.2007 kl. 18:06

3 Smámynd: Fannar frá Rifi

Hvað kallaru þá Gúlökinn í Rússlandi og vinnuþrælkunar búðir sem kínverjar reistu? bæði mikil komma ríki og samkvæmt síðustu fréttum voru kommar taldir til vinstri. 

Fannar frá Rifi, 24.10.2007 kl. 19:48

4 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Ég þekki svo sem ekki mikið til þessara staða sem þú nefnir. En ill meðferð á föngum og vinnuþrælkunarbúðir eiga ekkert skylt við kommúnisma eða aðra vinstripólitík, svo mikið er víst.

Jóhannes Ragnarsson, 24.10.2007 kl. 20:52

5 Smámynd: Fannar frá Rifi

nei ekki frekar enn dauðarefsingar eiga skylt við kapítalisma eða hægri pólitík. 

Fannar frá Rifi, 24.10.2007 kl. 21:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband