Leita í fréttum mbl.is

Þegar hjónaherbergið var læst

Þegar Kolbeinn kom heim var hjónaherbergið læst, en inni fyrir heyrðust ókennilegir skruðningar. Eftir stutta umhugsun ákvað Kolbeinn að drepa kurteislega á dyr, en þá brá svo við að sljákkaði í hljóðunum og þau breyttust í varleg þrusk. Svo heyrði hann að svefnherbegisglugginn var opnaður ofur varlega. Þá gaf Kolbeinn Snata skýr fyrirmæli og hleypti honum út. Stuttu síðar lauk frú Ingveldur herbergisdyrunum upp og virtist fljótt á litið yfirnáttúrlega syfjuð. -Ohhh-hohh-hoj, Guð almáttugur hvað ég sofnaði fast, geispaði hún og néri augun. -Dreymdi þig illa ástin mín?, kvakaði Kolbeinn blíðlega á móti. -Æjijá, ég fékk helvíska martröð, sagði frú Ingveldur þreytulega. - En hvaða óskapar hundgá er þetta?, bætti hún við og gerði sig ofursljóa til augnanna. - Ætli hann Snati sé ekki bara að eltast við mink úti í garði, svaraði Kolbeinn og brosti viðkunnanlega til konu sinnar, sem var svo undur syfjuð.   

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Ekki vil segja að þessi skrif líkist sögum Ellýar ýkja mikið. Nær væri að segja að Ellý hafi verið að reyna að tppa mig á þessu sviði með heldur óhöuglegum árangri, enda gafst hún upp.

Jóhannes Ragnarsson, 25.10.2007 kl. 18:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband