Leita í fréttum mbl.is

Mígandi nærbuxnamaður gengur í svefni

Ég hef aldrei áður heyrt þess getið að berrassað fólk ætti til að ganga í svefni um hótelganga. Afturámóti þekki ég mann nokkurn, veleðla, sem á það til að vaða steinsofandi um stræti og stigaganga á allt og litlum nærbuxum. Einu sinni var maður þessi gestur á gisthúsi úti á landi. Þar lét hann sér sæma, eftir freklega áfengisneyslu, að æða sofandi, á sínum allt og litlu nærbuxum, en nakinn að öðru leyti, fram á gang og míga þar í blómapott í vitna viðurvist. Þessu óþokkabragði hafði enginn átt von á, allra síst hjónin sem starfræktu gistihúsið. Þau brugðust auðvitað ókvæða við og höfðuðu skaðabótamál á hendur mannfjandanum, þar eð þau töldu að framtak mannsins hefði komið óorði á atvinnustarfsemi þeirra. Síðar frétti ég, að sami maður hefði þráfaldlega leikið svipaðan leik frammi á stigagangi fjölbýlishúss þar sem hann bjó, með þeim afleiðingum að fólk hafðist þar ekki við stundinn lengur vegna þvagdauns.   
mbl.is Naktir svefngenglar til vandræða á hótelum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband