2.11.2007 | 18:56
Ástarsamband Moggans og VG
Föstudaginn 26. október s.l. bregður höfundur Staksteina Morgunblaðsins á leik og upphefur næsta kynlega lofgerðarrollu um Svandísi nokkra Svavarsdóttur sendiherra Gestssonar. Staksteinahöfundi er greinilega glatt í geði, því hann lætur sér ekki muna um að skáka Svandísi fram á kostnað Ingibjargar samfylkingarformanns og forsætisráðherraefnis. Ekki er nóg með, að Staksteinn vilji að Svandís verði fyrsti forsætisráðherra Íslands af kvenkyni, heldur fullyrðir hann, að margt bendi til, að þessi draumaprinsessa hans geti með skömmum fyrirvara tekið við embætti borgarstjóra í Reykjavík með stuðningi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins!!!
Það var og.
Það skyldi þó ekki vera, að á bak við tjöldin sé hin efnilega vinstrigræna dóttir Svavars sendiherra, sem og aðrir í flokkseigendafélagi VG, í stöðugu daðri við ráðamenn Sjálfstæðisflokksins, ekki bara um meirihluta í borgarstjórn heldur og ríkisstjórnarsamstarf. Það hefur komið ýmsum, þar á meðal mér, býsna einkennilega fyrir sjónir, hve mikið dálæti hinir morgunblaðslærðu hafa á VG og einstökum höfuðsnillingum þar á bæ. Þetta dálæti ætti a vera almennum félagsmönnum í VG heilmikið umhugsunarefni, því hér eru ekki á ferðinni beinlínis góð meðmæli með stjórnmálaflokki sem á tyllidögum hreykir sér af því að vera lengst til vinstri í íslenskum stjórnmálum. Ég þykist vita að Steingrími J. og Svandísi finnist moggahólið gott, enda eru þau, bæði tvö, ágætis framsóknarmenn og ekkert til vinstri umfram það.
Sú spurning gerist því æ áleitnari, hvort ekki sé tímabært fyrir raunverulega vinstrimenn, sósíalista, að endurskoða með opnum huga veru sína í flokki sem einokaður er af framsóknarliðinu í flokkseigendafélagi VG. Það er með öllu óraunhæft og óásættanlegt, að sósíalistar á Íslandi séu slík lítilmenni, að þeir geri sér að góðu eitthvert fáránlegt Grænt Kvenfélag af Framsóknartegund og styðji þessháttar óskapnað með ráðum og dáð.Má ég þá heldur biðja um einarða sósíalíska Alþýðufylkingu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:09 | Facebook
Nýjustu færslur
- ,,Karlskömmin þessi Brynki"
- Til umhugsunar 1. janúar 2025
- Ljóðræn athugasemd við Mörtu Smörtu og menningarblætið hennar
- Upp úr námskrá moderne skool kennslukonunnar
- Hvalvertíð hafin milli jóla og nýárs. Sérlegur búhnykkur fyri...
- Fyrir dyrum stendur harðvítug sjálfstæðisbarátta og endaskipt...
- Nú skal karlplágan upprætt í eitt skipti fyrir öll í þágu bes...
- Ákveðinn varðstjóri þarf stundum að gera fleira en gott þykir...
- Misheppnað bankarán er sorglegt bankarán
- Á nýju ári verður hann settur af og fer að borga gjaldþrotin sín
Bloggvinir
- Níels A. Ársælsson.
- Vésteinn Valgarðsson
- Sveinn Elías Hansson
- Guðbergur Egill Eyjólfsson
- Þórbergur Torfason
- Guðfríður Lilja
- Rafn Gíslason
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Bjarki Steingrímsson
- Pálmi Gunnarsson
- Grétar Mar Jónsson
- Ásdís Helga Jóhannesdóttir
- Rúnar Sveinbjörnsson
- Þorvaldur Þorvaldsson
- Rauður vettvangur
- Björgvin R. Leifsson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Einar Ólafsson
- Baldur Hermannsson
- Dætur og synir Íslands.
- hilmar jónsson
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Þórdís Bára Hannesdóttir
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Heiða Þórðar
- Helgi Guðmundsson
- Sigurður Sigurðsson
- Baldur Fjölnisson
- Birgitta Jónsdóttir
- Ísleifur Egill Hjaltason
- Reynir Andri
- Rúnar Karvel Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Auðun Gíslason
- Jón Snæbjörnsson
- Rannveig H
- Magnús Jónsson
- Steingrímur Helgason
- Hallgrímur Guðmundsson
- Ársæll Níelsson
- Brynja Hjaltadóttir
- Fríða Eyland
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Ólafur Þórðarson
- Eygló Sara
- Lúðvík Lúðvíksson
- Þorsteinn Briem
- Ester Júlía
- Svava frá Strandbergi
- Björn Grétar Sveinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Sigurbjörn Friðriksson
- Ragnar Páll Ólafsson
- Páll Ingi Kvaran
- Jakob Jörunds Jónsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Þorkell Sigurjónsson
- Jóhann Elíasson
- Óskar Arnórsson
- Bergur Thorberg
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Eyjólfur Jónsson
- gudni.is
- Sigurður Sigurðsson
- Alma Lísa Jóhannsdóttir
- Alfreð Símonarson
- Guðni Ólason
- ThoR-E
- Arnar Guðmundsson
- Þór Jóhannesson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Himmalingur
- Guðjón Baldursson
- halkatla
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Einar Sigurjón Oddsson
- Haukur Nikulásson
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Heiða
- Jakob Falur Kristinsson
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Steingrímur Ólafsson
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Landrover
- Valla
- Vilmundur Aðalsteinn Árnason
- Vefritid
- Sigríður B Sigurðardóttir
- Ónefnd
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Þórarinn Eldjárn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Ragnar Björnsson
- Hlédís
- Einar B Bragason
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Árni Karl Ellertsson
- Hamarinn
- Hamarinn
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hörður B Hjartarson
- Jack Daniel's
- Jón Bjarnason
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Linda
- Rauða Ljónið
- Sigurður Haraldsson
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Vináttufélag Íslands og Kúbu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 5
- Sl. sólarhring: 12
- Sl. viku: 142
- Frá upphafi: 1545274
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 118
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Nóvember 2012
- Júlí 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Athugasemdir
Dæmigert fyrir VG að vera alltaf á móti þegar eitthvað er gert af viti. Svandís Svavarsdóttir hefur sýnt mikið pólítískt hugrekki og er í raun eina von VG að ná einhverjum áhrifum í íslensku samfélagi. Þá rísa upp allir kverúlantarnir og reyna að gera þeirra helstu von tortryggilega. Er ekki komin tími til að menn hugsi sinn gang í VG.
Þórdís Bára Hannesdóttir, 2.11.2007 kl. 20:15
Eina von VG að ná einhverjum áhrifum í íslensku samfélagi? En hvaða áhrifum? Mér er a.m.k. ekki ljóst hvaða áhrif það ættu að vera. Ég er einn þeirra sem hef, þrátt fyrir góðan vilja, ekki ennþá séð í hverju hið meinta pólitíska hugrekki Svandísar Sendiherradóttur er fólgið. Ef hún hefur sýnt eitthvert sérstakt hugrekki af þeirri tegund, má með sanni segja, að frjálshyggjuyrðlingarnir í borgartjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins hafi sýnt sama hugrekki þegar þeir settu sig upp á móti útrásargjörningi Orkuveitunnar og afsögðu borgarstjóra sinn.
Það væri afbragð, Þórdís Bára, að þú útskýrir betur hvað þú átt við með því að segja, ,,að þá rísi upp allir kverúlantarnir og reyni að gera helstu von þeirra tortryggilega." Ef þú átt við að ég sé kverúlant skaltu gjöra svo vel að rökstyðja það svo eitthvert vit sé í. Eða eru kanske allir kverúlantar í þínum augum sem hafa skoðanir sem fara í bága við þínar skoðanair eða það sem þér finnst?
Jóhannes Ragnarsson, 2.11.2007 kl. 23:26
Moggin er nú ekkert heillagt málgagn. Mogganum er stjórnað af ýmsum sterkum stofnum. Það hljóta allir að vita sem að lesa blaðið. Ég verð að segja að mér finnst Svandís góð og hún þorir, það tel ég henni til hróss. Það að bendla henni stöðugt við föður sinn Jóhannes finnst mér hallærislegt. Við veljum ekki foreldra okkar, mér finnst asnalegt svona hjal, nema að þú sért svo mikill áhugamaður um ættfræði að þér finnist það þurfa að fylgja með. Þú ert vonandi hér á þínum foresendum en ekki foreldra þinna, eða hvað?
Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 3.11.2007 kl. 00:32
Að mér vitanalega, hefur Morgunblaðið aldrei verið heilagt umfram það að vera málgagn Sjálfstæðisflokksins. Hinsvegar hefur það orðið mér nokkurt umhugsunarefni hvernig á því stendur að Mogginn skuli standa í því að hampa VG með þeim hætti sem hann hefur gert. Getur það t.d. verið að VG sé fráleitt sá róttæki vnstriflokkur sem hann hefur stundum gefið sig út fyrir að vera? Er VG kannske, þegar allt kemur til alls, svo samdauna þeirri auðvaldspólitík sem hér grasserar, að sjálfstæðismenn líti á VG sem sjálfsagðan samstarfsflokk og þar sé góðra vopnabræðra að leita? Öðruvísi er varla hægt að skilja ítrekuð velþóknunarskrif Moggans í garð VG.
Um Svandísi Svavarsdóttur er það að segja, að hún er óaðskiljanlegur hluti af pólitísku æxli sem lengi hefur þjakað róttækasta hluta vinstrihreyfingar á Íslandi. Þetta pólitíska meinvarp, sem í daglegu tali er kallað flokkseigendafélagið eða flokkseigendaelítan, hefur sér það einkum til ágætis að líta á þá stjórnmálaflokka, sem það hefur plantað sér niður í, í það og það skiptið, sem einhverkonar hlutafélög sem það eigi óvéfengjalegan meirihluta í. Þannig var það í Alþýðubandalaginu og þannig er það í VG. Eitt það versta við þetta flokkseigendaæxli er, að þeir sem að því standa eru alls ekki það sem þeir segjast vera í pólitísku tilliti. Þetta lið gerir í því að láta að því liggja að það sé róttækt til vinstri, þó svo að flestir sem til þekkja viti að það er ekki róttækara en geltir fresskettir. Gott dæmi um svona róttækling er Svavar nokkur Gestsson, sem á árum áður hafði atvinnu af því að leika sósíalista, en hvarf svo til síns heima í flottræfilshátt utanríkisþjónustunnar fyrir atbeina Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar.
Fyrir mér má óþverrahópurinn sem nýtur þess vafasama heiðurs að starfrækja flokkseigendafélag VG og áður Alþýðubandalagsins, stunda sína pólitík fyrir mér, en það á þá að gera það annarsstaðar en á vettvangi sósíalista, þar á þessi söfnuður ekki heima.
Jóhannes Ragnarsson, 3.11.2007 kl. 09:35
ég er hætt að skilja afturábak eða áfram í þessum stjórnmálum, hvað þá hægri vs vinstri
en Svandís og Steingrímur J mættu vera frá tunglinu eða al-qaiada, þau væru samt rosaleg krútt
ég er með eitthvað undarlegt fetish fyrir að sjá sjálfsstæðisflokkinn kúgaðann til hlýðni og þau hafa svo gott vald á því, en ég veit, það eru mikilvægari mál en það á borðinu
halkatla, 3.11.2007 kl. 10:49
Það má vera, Anna Karen, að Steingrímur J. og Svandís séu ógurleg krútt, séð úr fjarlægð. En en svo ég vitni í þann gamla, góða Þórberg Þórðarson frá Hala í Suðursveit, þá lítur dæmið svona út:
En komirðu, karl minn nærri,
kynleg er menjagná.
Hún lyktar af ljótum svita
og lús skríður aftaná.
Jóhannes Ragnarsson, 3.11.2007 kl. 12:23
Ég vona að stofnfundur hins nýja vinstreflokks, Alþýðufylkingarinnar, verði frekar fyrr en síðar.
Jóhannes Ragnarsson, 3.11.2007 kl. 18:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.