Leita í fréttum mbl.is

Rjúpnaveiðiplágan dregur dilk á eftir sér

Það er naumast andskotans tilstandið út af þessum villuráfandi rjúpnaföngurum þessa dagana. Ef björgunarsveitir eru ekki á þönum allan liðlangan sólarhringinn við að varna þess að hinar hugdjörfu skyttur fari sér ekki að voða, þá er lögreglan upptekin við að kanna hvort þær séu ekki að myrða rjúpur í trássi við landslög. Þessum bölvaða ófögnuði verður að linna hið fyrsta með einum eða öðrum hætti. Vitanlega ætti lögreglan ekki að þurfa ómaka sig við að eltast við þessa skaðrðisgripi. Nær væri að fela veiðieftirlitsdeild Fiskistofu að koma í veg fyrir ólöglegar athafnir rjúpnaveiðimanna á rjúpnaveiðibanndögum. Köppum Þórðar Ásgeirssonar fiskistofustjóra ætti að reynast létt verk að renna sínum glámskyggnu glyrnum yfir rjúpnamiðin og afhausa glæpahneigða rjúpnaþjófa.

Þess má geta, að Fiskistofa Þórðar Ásgeirssonar og LÍÚ er annáluð fyrir að veita stórfyrirtækjum og stórkvótaeigendum gífurlegt aðhald með kærum og öðrum djöfulskap ef stórkvótafíklarnir reyna svo mikið sem að smygla einum ugga fram hja vigt eða brottkasta fáeinum tittum. 


mbl.is Lögreglan með eftirlit úr lofti með rjúpnaveiðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hans Jörgen Hansen

Efast um að rjúpnaskyttur hafi beðið um þetta eftirlit eða sýnt fram á það að þetta eftirlit eigi rétt á sér.
Þetta er bara enn eitt dæmið sem sýnir á hvaða villibraut stjórnvöld eru í veiðistýringu og stjórnun 

Hans Jörgen Hansen, 5.11.2007 kl. 18:36

2 Smámynd: Hans Jörgen Hansen

Í síðasta þætt af Innlit útlit var þáttakonan að veiða sér til mikillar skemmtunar. Var sýnt hvernig fiskurinn engdist af kvölum við að reyna fá súrefni.
Þáttkonunni fannst þetta mikil skemmtun og spennandi hvað fiskurinn spriklaði. Svo var gert að fisknum og hann jétinn í þættinum. Eigum við ekki að hætta fiskveiðum???? Þótt eitt dýr sé fallegra en annað þá þýðir það ekki að það eigi meira skilið að lifa. Skvettu smá köldu vatni framan í þig Sveinn og vaknaðu til lífsins...

Hans Jörgen Hansen, 5.11.2007 kl. 22:12

3 Smámynd: Brynjar Hólm Bjarnason

Skítt og lago þó að þeir skjóti eina og eina rjúpu, en að þurfa að fara með fullt af fólki upp á fjöll til að hjálpa þeim að koma veiðinni til byggða er alveg fráleit ráðstöfun. Ef skyttan tínist er það þá ekki sigur fyrir rjúpuna og fálkinn  fær þá eitthvað  annað að borða en rjúpu.

Brynjar Hólm Bjarnason, 5.11.2007 kl. 23:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband