Leita í fréttum mbl.is

Rangfærsla Svandísar og dómgreindarleysi

Í Silfri Egils í gær mætti til leiks Svandís nokkur Svavarsdóttir andskoti hreint góð með sig og útblásin af sjálfsánægju. Það er svo sem ágætt, út af fyrir sig, að fólk sé verðbólgið af monti og sýndarmennsku og getur komið manni í gott skap ef viðkomandi tekst vel til.

Einu hjó ég eftir, sem Svandís glopraði út úr sér í öllu kjaftablaðrinu, en það var eitthvað á þá leið, að VG væri afskaplega einhuga stjórnmálaflokkur og þar fyrirfinndust engir armar, eða annað því um líkt. Auðvitað er þarna um grófa rangfærslu að ræða hjá frú Svandísi, að ég ekki segi hreinræktuð lýgi. En kanske veit hún ekki betur því líklegt má telja að hennar flokkslegi reynsluheimur nái ekki út fyrir hallarveggi flokkseigeindaelítunnar sem hún er hluti af. 

Stjórnmálaflokkurinn Vinstrihreyfingin grænt framboð er klofinn flokkur, svo framarlega sem ég veit hvað klofinn flokkur er. Að halda öðru fram er hrein fásinna og þvaður. 

Fyrir það fyrsta lýtur sá skrýtni flokkur, VG, stjórn nokkurskonar valdaræningja, flokkseigendaklíku, sem fer sínu fram undir yfirskyni óskilgreindrar vinstristefnu sem ekki er annað er skjátan ein ef skyggnst er undir yfirborðið. Orðin sósíalismi, verkalýðshreyfing og verkalýður, mega þessir loddarar ekki heyra nefnd á nafn. Þess í stað slær þetta lið um sig með borgaralegum yfirséttafémínísma, virkjanafóbíu og mennta- og menningarsnobbi og ætlast til að fólk éti þessar kræsingar ofan í sig sem ,,vinstristefnu." 

Í öðru lagi er megn óánægja til staðar hjá róttæku fólki með VG, svo megn að fjöldi fólks telur sig ekki eiga neina pólitíska samleið slektinu sem ræður ríkjum í flokknum - þar á ég bæði við fólk sem eru skráðir félagar í VG, sem og aðra róttæka vinstrimenn, sem hefa enga lyst á að vera á skrá í meingölluðum ,,vinstriflokki" þar sem fénaður eins og Kolbrúna Halldórsdóttir, Hjörleifur Guttormsson, Álfheiður Ingadóttir og Svavarsaðallinn, með Steingrím J. í bandi, ráða ríkjum.

Það skal tekið fram, að skipulagt andóf innan VG hefur verið lítið. Flokksmenn hafa fram að þessu litið á það sem dyggð að halda friðinn til að vernda flokkinn!. En hvaða tilgang hefur það að halda friðinn innan flokks sem í raun og veru er varla meira en lélegt djók? Því verða ,,friðarsinnarnir" að fara að svara - og því munu þeir í síðasta lagi svara þegar allt um þrýtur. En allt um það, þá hafa valdaræningjarnir notað þetta viðhorf hrekklausra félaga til að fara sínu fram án nokkur samviskubits, að því er séð verður.

Vinstrihreyfinguni grænu framboði hefur ekki auðnast að verða sá stjórnmálaflokkur sem margir vonuðu að hann yrði. Eftir vill var órauhæft að gera sér háar væntingar hvað það varðaði í upphafi - það voru mikil mistök. En þrátt fyrir allt er ekki öll von úti. Best væri að VG færi sem fyrst á ruslahauga sögunnar og í staðin yrði til Alýðufylking raunverulegra sósíalista og verkalýðssinna sem fyllti upp í það rúm sem skapaðist í pólitíkinni eftir að öskubíllinn væri búinn að hirða upp lufsuna af Vinstrihreyfingunni grænu framboði.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband