Leita í fréttum mbl.is

Blóðsugur bankanna herða tökin

Það liggur við að það fari hrollur um mann, að lesa fréttina um vaxandi og harðskeyttari blóðsugutilburði Kaupþings. Þessi terror útrásargiljagauranna góðu, er því nöturlegri þegar haft er í huga, að fórnarlömbin að þessu sinni er fólk sem er að berjast við að koma þaki yfir höfuð sér. Það er staðreynd, að blóðsugur bankakerfisins hafa hneppt tugi þúsunda íslendinga í slíka skuldaánauð að því má auðveldlega líkja við þrælahald. Það er líka staðreynd að þegar bankavillidýrin hafa læst tönnum sínum í bráðina, blasir jafnvel lífstíðaránauð við. Þennan viðbjóð verður að stöðva. Ef ekki með góðu þá með illu. Sterkasti leikurinn í stöðunni væri að fjöldinn tæki sig saman og hætti að greiða blóðsugunum afborganir, okurvexti, dráttarvexti og verðbætur af lánum sínum. Slík vel heppnuð aðgerð myndi ganga af tilberum peningageðsjúklingana í bönkunum dauðum á stuttum tíma. Og eitt er víst: Það myndi enginn sjá eftir þeim ófétum.


mbl.is Breytt kjör við yfirtöku íbúðalána Kaupþings banka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband