Leita í fréttum mbl.is

Finnast 10 boðorð víðar en í Biflíunni og á Sikiley?

Það er nú gott og blessað að meðlimir mafíunnar eigi sér 10 boðorð, siðferðilegs eðlis, til að fara eftir. Það hefur svo sem verið vitað lengi, að sannir mafíósar eru miklir heiðursmenn sem standa við sitt og mega í engu vamm sitt vita. En svo við vendum okkar kvæði í kross og víkjum að allt öðru, sem er okkur nær: Má vera að sægreifarnir okkar, sjálfir kvótafíklarnir, eigi sér 10 boðorð? ... Og ef svo er, hvernig hljóða þau? Ef að umrædd sægreifaboðorð í 10 liðum fyrirfinnast í brjóstvösum innvígðra, er ég dálítið smeykur um að það séu hálfgerðar, ef ekki algerðar, buslubænir því kvótafíklum er margt betur gefið er andagift. En þó held ég að allir geti verið sammála um, að 1. boðorðið í opnberunarbók hina kvótafíknu gjafakvótaþega kunni að hljóða enhvernveginn á eftirfarandi hátt: Gjafakvótinn er Drottinn minn, Guð minn og heilög eign mín. Og fyrr skal ég dauður liggja en að láta hann af hendi ... En hvernig boðorðin 9 þar á eftir líta út veit ég ekki, en þeir sem hafa vitneskju um það, eru vinsamlegast beðnir að koma þeirri vitneskju á framfæri.


mbl.is Lögreglan finnur 10 boðorð mafíunnar á Sikiley
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband