Leita í fréttum mbl.is

Bílstjóri barði hjón á gatnamótum

Mikið óskapalega er alltaf hressandi að lesa fréttir af fólskuverkum geðvondra ökumanna. Þó er ekkert sem jafnast á við að horfs á vitstola ökumenn í hörkuslagsmálum á götuljósum, segjum t.d. á gatnamótum Miklubrautar og Kringlmýrarbrautar. Einusinni sá ég gráskeggjaðan vörubifreiðarstjóra með uppbrettar ermar þjarma af fullri hörku að vel kæddum hjónum á vígalegum 15 milljó króna jeppa á ofangreindum gatnamótum. Hápunkti náðu átökin þegar gráskeggur reif í einu handtaki megnið af fötunum utan af frúnni kastaði henni síðan eins og fífupoka út blómabeð, en þegar þar var komið sögu lá jeppakarlinn í öngviti aftan við bifreið sína. Það versta við þetta allt saman var, að hjónin sem rötuðu í þessa ógæfu, eru mikilsmetin kvótahjón af sérlega góðu standi, sem mega í engu vamm sitt vita. Meðal annars eru þau að góðu kunn fyrir að leigja kvótalitlum sjómönnum ókjör af óveiddum fiski í sjónum fyrir sanngjarnt verð, eða krónur 200 á þorskkílóið. En um heilladrjúga þjóðfélagsstöðu þessa góða fóks skeytti gráskeggjað illmennið ekkert og afgreiddi þau af miskunarlausri fólsku um miðjan dag í viðurvist fjölda fólks. 
mbl.is Skapstyggir ökumenn grípa til ýmissa ráða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Allar svona sögur verða að vera sannar. Reyndar eru þær það í eðli sínu.

Þessari sögu þyrfti að koma í sjónvarp í formi kvikmyndahandrits.

Í henni felast pólitísk skilaboð sem þarf að koma á framfæri.

Helst daglega.

Árni Gunnarsson, 9.11.2007 kl. 19:46

2 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Góður.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 9.11.2007 kl. 21:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband