Leita í fréttum mbl.is

Að nýta kvenorku og kynorku

Mikið helvíti getur Ingibjörg Sólrún stundum verið sprenghlægileg án þess að vita af því sjálf. ,,Að nýta kvenorkuna" er sannarlega gullkorn sem hæfir hvaða veruleikafirrta stjónmálauppskafningi sem er. Upp úr þessu megum við væntanlega eiga von á því að einhver ráðherrablókin kveði upp úr með, að nú sé kominn tími til að nýta kynorkuna, alþjóðasamfélaginu til heilla.


mbl.is Utanríkisráðherra talar um að nýta kvenorkuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ert þú ekki fæddur af konu? Getur verið að þú eigir systir? Er kannski möguleiki að þú eigir dóttir? Bíddu hvað hefur þú á móti því að réttindi kvenna verði löguð til jafns við karla, þér og þinni fjölskyldu til heilla? Hvað hefur þú yfir hörfuð á móti konum? Ertu hræddur við konur? Mér finnst það alltaf jafn furðulegt þegar karlar vaða fram á rit völlinn og hefja upp raust sína á því að tala niðrandi um konur. Ég get ekki skilið menn sem eru á móti jafnrétti, því ef þú villt óbreytt ástand þá ertu meðmæltur ójafnrétti. Mér finnst að það eigi að koma þessum málum kvenna til betri vegar,  og þá er ég sérstaklega að tala um launajafnrétti. Það er loksins núna sem  tekið verðu á þessum málum. Máttleysi síðustu ríkisstjórnar var æpandi, enda fullt af 17. aldar mönnum eins og Guðna Ágústsyni, Davíð, Geir og fleiri karlrembum. 

Valsól (IP-tala skráð) 11.11.2007 kl. 01:50

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Það vill nú svo einkennilega til, Valsól mín góð, að móðir mín er kona, sömuleiðis voru ömmur mínar báðar konur. Til viðbótar á ég þrjár systur, þrjár dætur og eiginkonu, sem allar eru konur. Hinsvegar veit ég ekki til til þess, að allt það góða kvenfólk sem að mér stendur sé djúpt snortið af yfirstéttarfémínísma hrokafullra hámenningarspjátrunga. Ég hef meira að segja fulla vissu fyrir því að obbinn af umræddum konum, ef ekki allar, hafa bæði skömm og óbeit á yfirstéttarfémínísma, enda tilheyra þær allar alþýðu þessa lands í besta skilningi þess orðs. Hinsvegar styðja þær allar réttinda- og kjarabaráttu verkafólks, kvenna og karla, því þær vita sem er að undirstaða þjóðfélagsins grundvallast á vinnuframlagi verkafólks og án þeirrar undirstöðu væri ekkert þjóðfélag. 

Ef hlutfallið milli kynja á Alþingi, forstjórastólum og stjórnum fyrirtækja, er helsta óréttlætið sem fyrirfinnst í landinu, þá er meint óréttlæti ekki mikið. En ástandið er því miður ekki svo gott. Við búum í stéttskiptu þjóðfélagi, þar sem bilið milli verkafólks og yfirstéttarinnar hefur vaxið hröðum skrefum síðustu tvo áratugi. Því miður hefur verkalýðshreyfingunni ekki borið gæfa til að standa í ístaðinu gagnvart þeirri óheillaþróun. Og ekki er staða verkafólks góð þegar kemur að Alþingi því þar innan dyra á verkafólk engan fulltrúa. Svokallaðir vinstriflokkar eru gjörsamlega steingeldir þegar stéttarbarátta og verkafólk er annars vegar, þó þessar flokksnefnur eigi rætur sínar að rekja til verkalýðshreyfingarinnar. Ég er þeirrar skoðunar að þessu ástandi verði að breyta með öllum ráðum. Ef stjónmálaflokkarnir sem nú sitja á Alþingi ætla eingan lit að sýna varðandi stéttarbaráttu og verkalýðshreyfingu, er varla um annað að ræða en að alþýðan sjálf stofni stjórnmálaflokk til að berjast fyrir raunveruegum hagsmunamálum sínum.  

Jóhannes Ragnarsson, 11.11.2007 kl. 09:17

3 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Ég ætlaði nú bara að skjóta inn spurningunni,Jóhannes, hvort kynorkan sé nú ekki oft það sem teymir okkur til dáða? Mér fannst ungri skemmtileg sú hugmynd Þjóðverja nokkurs ,Wilhelm Reichs, að auðmennirnir héldu alþýðunni aðallega í skefjum með því að reyna að bæla niður kynorkuna. En hún hefur því miður verið rækilega afsönnuð síðasta áratuginn a.m.k.

María Kristjánsdóttir, 11.11.2007 kl. 10:40

4 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Það þýðir víst ekkert að neita því að kynhvötin með alla sína orku er eitthvert sterkasta afl sem fyrirfinnst í heilanaum á mannskepnunni. Og að reyna berja hana niður, skilar álíka árangri og að reyna að skipa Guði Almáttugum fyrir verkum.

Jóhannes Ragnarsson, 11.11.2007 kl. 18:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband