Leita í fréttum mbl.is

Áfram Hugo Chavez !

Mikill kappi er Hugo Chavez forseti Venesúela. Hann lætur sér ekki muna um, að segja glæpahyski heimsins til syndanna, umbúðarlaust og á skiljanlegu máli, og lætur sér í léttu rúmi liggja þó úrkynjaðir kóngaræflar eða annað auðvaldskaðrak sé nær. Það er svo sem ekki skrítið þó kóngstuskan af Spáni hafi fengið lítilræði fyrir hjartað við að hlýða á félaga Chavez, því ef ég man rétt, sem ég man, þá var kóngur þessi valinn til embættis af fasistaúrhrakinu Franco sem ríkti allt of lengi á Spáni. En að þessi volaði kóngur, jafn blauður og hann er, hafi sagt Chavez að þegja er náttúrulega lýgi tóm, ætluð til að reyna lítillækka félaga Chavez fyrir umheiminu. Svo einfalt er það. 
mbl.is Spánarkonungur sagði Chaves að þegja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Ég las í Spiegel að á þessum fundi vinstri flokka í Rómönsku Ameríku og á Spáni hefði verið slökkt á míkrófónunum hjá fundarmönnum og Chavez hafi verið að reyna að grípa frammí fyrir forsætisráðherranum spænska,sem ætlaði að kenna honum að vera penn, þegar kóngsi fór að skipta sér af, en einhver hafi náð þessu upp á vídeó í mikilli fjarlægð. Spurningin er núna -var þetta varalestur hjá blaðamönnum? Annars var margt merkilegt rætt á þessum fundi víst en við fáum ekkert að vita um það auðvitað - í þessu svokallaða heimsþorpi!

María Kristjánsdóttir, 11.11.2007 kl. 10:51

2 Smámynd: Þorsteinn Sverrisson

Juan Carlos komst til valda í skjóli Francos en snérist síðan gegn Frankóistum og barðist fyrir því að komið yrði á lýðræði á Spáni og stóð fyrir fyrstu lýðræðislegu kosningunum 1978 minnir mig. Ef hann hefði verið af sauðahúsi Hugo Chavez hefði hann sjálfsagt reynt að halda einræði áfram og berja alla andstöðu niður.

Þorsteinn Sverrisson, 11.11.2007 kl. 10:57

3 Smámynd: Svartinaggur

JR: "En að þessi volaði kóngur, jafn blauður og hann er, hafi sagt Chavez að þegja er náttúrulega lýgi tóm, ætluð til að reyna lítillækka félaga Chavez fyrir umheiminu. Svo einfalt er það."

Af þessu tilefni langar mig að fræða þig um að ég hlustaði sjálfur á upptökuna af þessu hafaríi og heyrði ég kóngsa greinilega segja: "por qué no te calles?" (af hverju þegirðu ekki?).

María, þetta var ekki varalestur hjá blaðamönnum. Það heyrðist mjög dauft í Chavez, en heyrðist samt og ég gat ekki séð að upptakan væri úr mikilli fjarlægð.

Svartinaggur, 11.11.2007 kl. 17:11

4 Smámynd: Svartinaggur

Svartinaggur, 11.11.2007 kl. 17:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband