Leita í fréttum mbl.is

Jón Sigurðsson reisti níðstöngina sjálfur.

Ekki verður annað sagt, en Jón Sigurðsson taki sig vel út á Austurvelli með níðstöngina í hönd. Ef ég þekki Jón rétt, þá hefur hann ekki sleppt stönginni mótspyrnulaust þegar lögregan falaðist eftir henni af honum. Í frétt mbl.is segir að einhverjir spólurokkar úr samtökunum Björgum Íslandi hafi fært Jóni karli prikið með hrosshausnum upp ú höndurnar, en það er auðvitað lýgimál. Ef Jón hefur ekki sótt sér hana sjálfur, þá hafa ungir sjáfstæðismenn verið þar að verki til að mótmæla brennivínsmálum og skattskrársýningum; ´því ef einhverjir eru ósmekkegir í sér og vanmenningarlegir, þá eru það heimdellingar og svoleiðis fólk. Svo má ekki gleyma því, að Jón Sigurðsson hefur verið sí-grátandi allar götur síðan hann tók sér stöðu á stallinum andspænis Alþingishúsinu. Og í hvert skipti sem ég hef átt leið framhjá karlinum, hef heyrt hann tauta gegnum snöktið: Vér mótmælum - vér mótmælum allir ! Og með hliðsjón af þessu kjökrandi muldri gamla mannsins, er næsta víst, að Jón þjóðhetja vor, sverð og skjöldur, hafi sjálfur smíðað níðstöngina, reist hana og snúið hrossatrjónunni í átt að dyrum löggjafarhússins, starfslýð þess til ævarandi hneisu. 
mbl.is Níðstöng reis á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

snilld, tóm snilld

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 11.11.2007 kl. 19:38

2 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Þú slærð ekki feilpústið, félagi Jóhannes.

Þorkell Sigurjónsson, 11.11.2007 kl. 21:20

3 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Þakka ykkur fyrir kommentin félagar !

Jóhannes Ragnarsson, 11.11.2007 kl. 21:36

4 Smámynd: Fríða Eyland

Góður...datt í hug að þú hefðir gaman af þessum myndum

 úr höfuðstaðnum.... 

Fríða Eyland, 12.11.2007 kl. 01:29

5 identicon

Skemmtilega skrifað og vel mælt.

Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 23.11.2007 kl. 16:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband