Leita í fréttum mbl.is

Draugur Ögmundar birtir gamanmál á prenti

Varla hafði ég fyrr lokið við að setja pistil, helgaðan áhyggjum mínum af Ögmundi Jónassyni og stórhægilegum oflofsskrifum hans um súperpúmuna Svandísi Sendiherradóttur, inn á bloggsíðuna mína í gær, en annar, ekki síður kynlegur og í öfugmælastíl, birtist á heimasíðu Ögmundar. Undir þann kynlega texta skrifar persónan Sunna Sara, sem er að öðru leyti andlitslaus eins og hver annar húsdraugur. Og Sunna Sara sparar í engu hin breiðu spjótin og hleður oflofi á báða bóga á kvenpening Vinstrigrænna. Ég get ekki að því gert, en ég skellti uppúr þegar ég var að renna yfir tímamótaritgerð draugsins Sunnu Söru. Ég get heldur ekki á mér setið að birta þetta ómótstæðilega og innblásna hugverk hennar í heild sinni á síðunni minni til að deila skemmtuninni með lesendum mínum. Og áfram nú Sunna Sara:

 
TIL HAMINGJU MEÐ KVENNABLÓMANN!

Hjartanlega sammála þér Ögmundur um hve vel Svandís Svavarsdóttir hefur staðið sig sem oddviti VG í Reykjavík, ef þá ekki oddviti félagshyggjufólks í borginni, því auðvitað er hún það. VG er með frábært fólk í stafni, ekki síst kvenfólk, hina skeleggu og eldkláru Katrínu varaformann og þingkonu, Auði Lilju, formann UVG, Guðfríði Lilju, framkvæmdastýru þingflokks og varaþingmann í Kraga (sem að sjálfsögðu ætti að vera á þingi!!!), baráttukonurnar á Alþingi Álfheiði, Kolbrúnu og Þuríði, að ógleymdri Drífu Snædal, framkvæmdastýru flokksins. Svo má ekki gleyma öllum hinum konunum í bæjarstjórnum, í verkalýðshreyfingunni, hjá femínistum, náttúruverndarsinnum, mannréttindasamtökum eða á vaktinni annars staðar fyrir velferðarsamfélagið. VG þarf enga kynjakvóta – alla vega ekki kvennanna vegna. Til hamingju VG með kvennablómann. Þið eruð líka fínir VG-strákar!
Sunna Sara
  

En svona utan dagskrár: Hvaða VG-konur hafa staðið vaktina í verkalýðshreyfingunni fyrir velferðarsamfélagið ? Þær hafa a.m.k. ekki látið á sér kræla í röðum verkafólks - enda á verkafólk lítt upp á pallborðið hjá VG. 

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Það tala fáir fyrir verkafólk en  þó gerir VG fólk það síst.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 11.11.2007 kl. 11:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband