Leita í fréttum mbl.is

Chavez er raunverulegt mikilmenni

Það fer ekki framhjá neinum, sem leggur, þó ekki sé nema annað eyrað eða augað, stöku sinnum við fréttum erlendis frá, að heimurinn er að eignast mikið stórmenni þar sem Hugo Chavez, forseti Venesúela, er. Þessi hugrakki maður hefur frá því hann komst til valda ekki hikað við að segja glæpahyski á valdastólum heimsins til syndanna eins og þeir eiga skilið og unnið til. Með athöfnum sínum og orðum, hefur félagi Chaves axlað þá ábyrgð sem myndugum þjóðarleiðtoga ber. Auðvitað hræðast blauðir hægrimenn, mikilmenni á borð við félaga Chaves og reyna hvað þeir geta, að gera hann tortryggilegan í augum umheimsins, en með eymdarlega snautlegum árangri. Fyrir skömmu reyndi aumt kóngsviðrini af Spáni að gera sig breiðan með því að tafsa fáein orð, ætluð félaga Chaves, ofan í hálsmálið, en reyndar svo lágt að enginn heyrði nema fáeinar fréttamannaskjátur, sem komu muldri hins úrkynjaða kóngs á framfæri. Nú hefur félagi Chaves gefið Spánarkóngi færi á að biðjast fyrirgefningar á framhleypni sinni, sem sýnir ef til vill betur en nokkuð annað, að félagi Chavez er ekki aðeins mikilmenni, heldur mjög göfugur maður af því tagi sem heimurinn þarfnast svo mjög.  
mbl.is Chavez krefst afsökunarbeiðni frá Spánarkonungi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband