Leita í fréttum mbl.is

Afdrifaríkur draumur

Nótt eina, myrka og raka, vitjaði Rósa, fyrrverandi frilla Kolbeins, hans í draumi. Heldur þókti Kolbeini Rósa vera mikilúðleg við þetta tækifæri og stygg til augnanna, en þó leyndi sprengikraftur kynorku hennar sér ekki. Tekur Kolbeinn nú eftir því, að honum finnst sem hann liggi undir sæng í hjónarúmi sínu og frú Ingveldur sé sofandi við hlið hans, en Rósa standi við fótagafl hjónarúmsins. Kolbeinn þykist sjá, að nú muni stórmæla að vænta. Í sömu andrá verður hann var við að Rósa tekur undir sig stökk grimmilegt, jafnfætis upp af gólfinu, og lendir klofvega ofan á andliti frú Ingveldar, sem átti sér ekki ílls von, enda sofandi svefni hinna réttlátu. Verður nú af hark geigvænlegt með korri og köfnunarsogum, en allt hringsnerist fyrir augum Kolbeins og vissi hann fljótlega vart í þennan heim né aðra. En allt í einu finnur Kolbeinn að hann kastast af miklu afli út í vegg og slengist síðan með höfuðið í gólfið og sér að bragði, að hann er vaknaður því Rósa var á bak og burt, en í stað hennar er komin frú Ingveldur, eiginkona hans, svo gjörtryllt af vonsku, að Kolbeinn vissi engin dæmi um annað meira. Og frú Ingveldur lá ekki á staðreyndum málsins að þessu sinni: - Helvítis, djöfulsins, andskotans óþokkinn þinn, morðhundur og öfuguggi ! grenjaði hún og saup hveljur. – Hvernig dettur þér í hug að reyna að kæfa mig til dauðs með helvítis rassgatinu á þér !? - Hva-hva- hvað ertu að segja manneskja? emjaði Kolbeinn upp yfir sig, vitstola af hræðslu og greip höndum fyrir andlitið.Hvað meinarðu eiginlega? Ég gerði ekki neitt. Ég var sofandi.- Meina ég hvað, svaraði frú Ingveldur ögn stilltari en þó framúrskarandi ógnandi. - Heldurðu að þú vitir ekki, að ég vaknaði við að þú sast klofvega á andlitinu á mér, berrassaður og ógeðslegur, og ætlaðir að drepa mig?Svo varð allt kolsvart og hljótt í heilabúi Kolbeins.Þegar Kolbeinn komst aftur til rænu, uppgötvaði hann, að hann lá í sjúkrarúmi og yfir honum stóðu þrír sprenglærðir bæklunarlæknar, sem höfðu hug á að tjasla honum saman aftur.  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórbergur Torfason

Draumum fylgja ýmist bremsuför eða þokuljós.

Þórbergur Torfason, 22.11.2007 kl. 22:59

2 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Já hann Kolbeinn karlinn verður seint álitinn gæfumaður í kvennamálum og því síður í hjónabandi sínu með frú Ingveldi.

Níels A. Ársælsson., 23.11.2007 kl. 02:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband