Leita í fréttum mbl.is

Sá sem sparar vöndinn hatar son sinn

Ekki lái ég tannlækninum þó hann hafi látið slag standa og rassskellt bölvaðan púkann sem ætlaði að brjóta allt mélinu smærra á tannlæknastofunni. Ég geri mér hinsvegar ekki alveg grein fyrir hvað gert yrði við tannlækni á Íslandi sem gripi til sama óyndisúrræðis og sá danski. Líklega yrði hann úthrópaður af siðavöndum samlöndum sínum, sviptur mannorði og sparkað í hann eins og hund á götum úti. Annars er snörp flenging ótrúlega holl sjö ára púkum því sá sem sparar vöndinn hatar son sinn, en þá sem hann refsar elskar hann, eins og Pétur heitinn skósmiður sagði þegar hann flengdi strákana sína á kvöldin eftir óknytti dagsins.  
mbl.is Tannlæknir rassskellti sjúkling
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ViceRoy

Heyr heyr. Það má ekkert gera við krakka í dag... Enda vaða þeir agalausir og bera enga virðingu fyrir sínum eldri... Reyndar sagði Sókrates það líka en :D

En er það samt ekki þannig :D ef einhver fær móðursýkiskast,sjokk eða lætur eitthvað mjög svo skringilega :D að slá viðkomandi utan undir? :D það hefur þótt góð leið á fullorðið fólk alla vega... 

ViceRoy, 10.12.2007 kl. 23:37

2 Smámynd: Jens Júlíusson

þeir sem nota ofbeldi eins og flengingar á börn eiga ekki að umgangast börn.. þeir eru vanhæfir til þess

.. og það er ekki það sama að löðrunga fullorðinn karlmann og að flengja lítinn krakka

síðan efast ég um að krakkinn hafi ætlað að ,,brjóta allt mélinu smærra á tannlæknastofunni" þar sem að hann hefur væntanlega orðið hræddur við gaurinn sem stóð yfir honum með grímu yfir andlitinu og bor í hendinni, þetta kallast viðbrögð og ef að það á að berja þau viðbrögð niður þá sýnir það bara að þessi tannlæknir á ekki að vinna með börnum

Jens Júlíusson, 11.12.2007 kl. 03:39

3 Smámynd: Anna Lilja

Nei, hættu nú alveg.

Börn á ekki að berja og hvað þá börn sem eru ekki manns eigin.

Ég tek undir það sem Jens segir, þeir sem geta ekki umgengist börn án þess að berja þau ættu helst að sleppa því. Það nú vel hægt að komast af án þess.

Greyið strákurinn hefur verið skíthræddur. Þetta henti yngri bróður minn einu sinni en hann var ekki rasskelltur sem betur fer. Hann þurfti bara að vera með sína skemmd þar til hann ákvað að hemja sig hjá tannsa.  

Anna Lilja, 11.12.2007 kl. 14:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband