Leita í fréttum mbl.is

Grjótkast á Suðurnesjum.

Þessi Árni hlýtur að vera rakinn götustrákur ef rétt er að hann stundi grjótkast í allar áttir. Ef ég skil rétt, þá er Árni sá er um er rætt í fréttinni atarna, bæjarstjóri suður með sjó og ætti því að vita að grjótkast getur verið varasamt, ef ekki beinlínis hættulegt og síst við hæfi bæjarstjóra að sunda slíka iðju. Enda segja félagar hans í bæjarstjórn Reykjanesbæjar að hann ,,ætti að líta sér nær áður en hann kastar steini út glerhúsi." Með þessum orðum eiga bæjarstjórnarfélagarinr eflaust við að Árni væri betur kominn í torfkofa með sitt steinasafn en í glerhúsi. En það er víst ekki á allt kosið hjá glerfínum frjálshyggjubæjarstjóra í einkavinavæðingarham.

 


mbl.is Árni sagður kasta steini úr glerhúsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband