Leita í fréttum mbl.is

Af femínistanum Ingveldi

Eftir að frú Ingveldur gjörðist fémínísti fór hún að kúga Kolbein eiginmann sinn af tvíelleftum eldmóði. Fyrst í stað ætlaði Kolbeinn að hreyfa andmælum, standa uppi í hárinu á konu sinni, en komst fljótlega að því, að það væri óðs manns æði, jafnvel lífshættulegt. Hann tók því til bragðs, að láta af öllum kenjum og undirgangast ísma frú Ingveldar möglunarlaust. Í staðinn varð hann undarlegur í höfðinu; hjólaði á ljósastaura á leið í vinnuna, fór að pissa í kopp á nóttinni, og ganga að garðyrkjustörfum á lóðinni íklæddur bláum bómullarslopp og grænum gúmmístígvélum sem náðu honum upp á miðja kálfa, en skjannahvítir spóaleggirnir milli slopps og stígvéla gáfu síðan þessum búningi þá dýpt og yfirbragð sem honum bar. En frú Ingveldi var andskotans sama þó bóndi hennar væri orðinn undarlega utangátta í seinni tíð og inní sig vaxinn. Mestu máli skipti, að hann var orðinn meðfærilegur og játaði fémínísma hennar mjúkt og stafastlega - að minnsta kosti í orði. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórbergur Torfason

Eru þetta föðurleg tilmæli eða slóttugheit?

Þórbergur Torfason, 17.12.2007 kl. 21:19

2 Smámynd: Sólveig Hannesdóttir

Sæll vertu Jóhannes.

   Ég bíð eftir framhaldi á þessari góðu neðanmálssögu eins og þær hétu í den.  Góð byrjun, áfram með smjörið.

Sólveig Hannesdóttir, 17.12.2007 kl. 21:31

3 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Það er nú það Þórbergur ... kanske hvort tveggja. En frú Ingveldur, kunningjakona mín, veit nú hvað hún syngur, jafnvel þó sá söngur hljómi misvel, vægast sagt ...

Jóhannes Ragnarsson, 17.12.2007 kl. 21:36

4 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Já femínistin tekur á sig ýmsar myndir hjá karlpeningnum. Aumingja Kolbeinn karlinn að lenda í þessu ölduróti.

Níels A. Ársælsson., 18.12.2007 kl. 08:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband