Leita í fréttum mbl.is

Sannleikurinn um litlu stúlkuna með eldspýturnar

Það kannast víst flestir við söguna af ,,litlu stúlkunni með eldspýturnar." En þeir eru áreiðanlega færri sem vita að í raun og sann var þessi litla stúlka, sem fólk hefur vorkennt skefjalaust og fellt tár yfir, forhertur brennuvargur sem hafð mörg ódæði á samviskunni. Frumraun iðju hennar var þegar hún kveikti í hænsnakofa frú Groth sem bjó í næstu götu. Að sjálfsögðu drápust allar hænurnar í eldsvoðanum. En því miður hljóp eldurinn líka í  íbúðarhús frú Groth sem brann til kaldra kola. Næst bar litla stúlkan niður með eldspýturnar við bakdyrnar á verslun herra von Cryplingstein kjötkaupmanns og fór þar allt á sömu leið og hjá frú Groth. Þermur mánuðum síðar brunnu fimm fjölskyldur inn þegar húsaröð fuðraði upp í Herbertssonstrasse. Þá var röðin komin að Kapitalbanka sem var í eigu Mannheim greifa. Í kjöfar bankabrunans var var Mannheim greifi tekinn fastur, grunaður um íkveikju og tryggingasvik. En hátindi ferils síns náði litla stúlkan með eldspýturnar þegar hún bar eld að dómkirkju borgarinnar sem skíðlogaði stafnana á milli í heilan sólarhring. Kvöldið atarna þegar hún var að norpa á stéttinni í Slésvíkurstræti, og frá er sagt í grátlegu sögunni, hafði hún ekkert fallegra í huga en að bíða eftir að fólkinu fækkaði á götunum svo hún gæti kynt upp svo um munaði í stærstu jólagjafaverslun borgarinnar. Þá loks tók Drottinn Almáttugur í taumana og sló ,,Litlu Stúlkuna Með Eldspýturnar" með fimbulkulda svo hún fraus í hel á augabragði. Daginn eftir kom svo í ljós að ,,litla stúlkan " var alls engin lítil stúlka heldur dvergvaxin kerling í gerfi lítillar stúlku með eldspýtur í loppunum.   

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband