Leita í fréttum mbl.is

Þórðargleði illgjarnra svía.

Það kallar maður nú þórðargleði í lagi, að leggja lykkju á leið sína til að gleðjast yfir óförum annarra, eins og þessir illgjörnu svíapungar sem paufuðust af ómennsku sinni niður að höfn til að flissa að Wilsoni Garstoni stönduðum við brimvarnargarðinn með blindfullan stýrimann í brúnni og skipstjórann dauðan aftur í bestikki.
mbl.is Jólagönguferð til að skoða strandað skip
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Gott framhald á jólagleðinni Jóhannes, en ég man í 1965 þegar Heimaskagi strandaði fyrir utan brimvarnargarðinn í Grindavík rétt fyrir miðnætti. Um morguninn voru allir sem vettlingi gátu valdið,  á garðinum  og bentu og hlógu að óförum okkar. Þegar flæddi að vorum við dregnir á flot og farið inn í höfn. Binni skipstóri var við stýrið og ég með honum í brúnni eins og venjulega, þegar kallað var í talstöðina frá útgerðinni og spurt um hvar við værum, Binni sagði sem satt var að við hefðum verið í strandi um nóttina. en losnað á flóðinu og værum komnir inn í Grindavíkurhöfn. Þeir hrósuðu honum fyrir það, en þá heyrðist búm búm og bátinn snarhallaðist og stöðvaðist. Binni kallaði til baka"og við erum strand aftur" og skellti á. Bátinn hafði tekið niðri á þekktu sandrifi sem er í miðri höfninni. Svo þetta er ekki bara sænskt fyrirbrygði, heldur mjög vinsælt hér líka. Við á Heimaskaga erum í sérflokki með 2 strönd á 12 tímum. Geri aðrir betur.

Wolfang 

Eyjólfur Jónsson, 26.12.2007 kl. 02:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband