Leita í fréttum mbl.is

Það hressir anda klerka vorra og skerpir kenningu þeirra

Slagsmál prestanna í fæðingarkirkju frelsarans í Betlehem sýnir oss að enn eru til karskir klerkar og kappsamir. Ég er ekki frá því að það væri hollt fyrir vora þjóðkirkjulegu sálusorgara að útkjá sum þeirra erfiðu deilumál á grískkaþólska vísu. Það myndi hressa anda klerka vorra og skerpa kenningu þeirra. Ósköp hefði til dæmis verið affarasælla í alla staði ef þjónar kirkjunnar hefðu komist að niðurstöðu í giftingarmáli samkynhneygðra með handalögmálum í stað handauppréttinga því þá hefðu þeir komist hjá að eyða dýrmætum tíma sínum í útþynnandi málamiðlanir og baktjaldamakk.
mbl.is Slegist í fæðingarkirkju frelsarans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband