Leita í fréttum mbl.is

Valin Maður ársins í háðungarskyni

Það verða að teljast tíðindi að erfðaprinsessa flokkseigendafélags VG, súperpúman Svandís Svavarssendiherradóttir, skuli hafa verið valin maður ársins af hlustendum Rásar tvö. Og skýringin liggur ekki í augum uppi. Þvert á móti. Þó skal fúslega viðurkennt að SS súperpúma er gædd ágætu kjaftaviti sem hún kryddar með hátíðlegu orðbragði í kansellístíl að hætti frændgarðs og vina í flokkseigendaelítunni. En því miður er sjaldnast orð að marka sem fram gangur af munni elítuskrílsins í VG, þrátt fyrir hátimbraðan munnsöfnuð og ósvikinn vindbelging. En þó má svo sem vel vera að hlustendur Rásar tvö hafi valið sendiherradóttirina mánn ársins í háðungarskyni fyrir rassaköstin í REI-málinu og dauðaþögnina þar á eftir.
mbl.is Svandís maður ársins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórbergur Torfason

Helvíti fer skammdegið illa í þig Jói minn. Vonandi lagast þetta með batnandi veðri og hækkandi sól.

Þórbergur Torfason, 31.12.2007 kl. 17:09

2 Smámynd: Sigurjón

Alveg eins og talað úr mínum munni!

Skál og gleðilegt ár!

Sigurjón, 31.12.2007 kl. 17:20

3 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Já Bergur minn, hann er búinn að vera hvass hér vestra síðustu vikurnar.

Jóhannes Ragnarsson, 31.12.2007 kl. 17:46

4 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Halelúja!

Happy New Year

Ingibjörg Friðriksdóttir, 2.1.2008 kl. 15:19

5 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Ertu Framsóknarmaður Jóhannes Ragnarsson?

Ingibjörg Friðriksdóttir, 4.1.2008 kl. 22:06

6 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Þó að ýmislegt megi um mig segja þá er ég ekki svo slæmur að hægt sé að bendla mig við Framsóknarflokkinn né framsóknarmennsku af nokkru tagi.

Jóhannes Ragnarsson, 6.1.2008 kl. 11:01

7 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

,,Hún er með félagslegar hugsjónir sínar á hreinu á sama tíma og hún talar það sem kallað er mannamál. Allt þetta, andúð fólks á spillingu, löngun til að halda eignarhaldi á orkulindunum hjá þjóðinni og væntumþykja um hugsjónafólk, varð til þess að Svandís nýtur stuðnings í þeim mæli sem opin kosning hjá RÚV ohf leiddi í ljós."

Ofanritaðan þvætting fann ég á heimasíðu Ögmundar Jónassonar þar sem Ögmundur tekur sér einn ganginn enn fyrir hendur að mæra Svandísi nokkra Svavardóttur. Áður hefur Ögmundur látið sig hafa að skrifa oflofskenndar varnaðaragreinar um Svandísi og þá ekki síður þann kynduga ,,hugsjónamann" Svavar, föður Svandísar. Ég man eftir einni slíkri ritsmíð sem bar þá framúrstefnulegu yfirskrift: ,,Mér finnst Svavarsvæðingin góð" fjallaði um þá óstjórnlegu hamingju í lífi VG að Svavar sendiherra og hans nánasta skyldulið komu stormandi inn í VG, löngu eftir að sá flokkur var stofnaður, og sögðu: nú skal ég. En hvar var þetta ofurmannlega svavarslið með allar sínar meintu hugsjónir þegar Vinstrihreyfingin grænt framboð var stofnuð? Ójú, flest af því var víðsfjarri, gott ef það var ekki í sinni ruglingslegu framsóknarmennsku eitthvað að kjá utaní Samfylkinguna. Því miður vildi Samfylkingin ekkert með hugsjónaþrungna svavarvæðingu að gera þannig að hinn vegvillti lýður ákvað að binda endi á eyðimerkurgöngu sína með því að troða sér inní VG - en ekki Framsóknarflokkinn, sem hefði verið betur við hæfi.

Hvað Ögmundur er að fara með því að mæra svavarsgengið og svavarsvæðinguna er mér hulið. En þó má vera að hann telji sig skulda þessu liði einhvern andskotann. Ef svo er, er það mesti misskilningur af hálfu Ögmundar. Honum væri nær að halla sér að raunverulegum samherjum sínum í pólitík en að berjast við að verja mannskap sem er í raun óverjandi í ranni sósíalista.  

Jóhannes Ragnarsson, 6.1.2008 kl. 12:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband