Leita í fréttum mbl.is

Ómerkilegt kjaftabull forsætisráðherra

 Mikið óskaplega er ég orðinn þreyttur á lítilsigldum stjórnmálamönnum sem haga orðum sínum ævinlega á þann veg að augljóst er að þeir líta á almenning sem samansafn fábjána og hlandaula, ef ekki eitthvað þaðan af verra sem eigi að éta allt hrátt sem hinum háu herrum þóknast að sulla yfir hann. Hvernig í ósköpunum dettur t.d. Gjeir Haaarde forsætisráðherra að bjóða fólki uppá kjaftabull eins og það, að síðustu aftrek umskiptinganna í nýja borgarstjórnarmeirihlutanum hafi ekki áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið? Ég er nefnilega þeirrar skoðunnar, eins og fjölmargir aðrir, að kaup herra Haaarde og VillVill á Ólafi F-lista hafi heilmikil áhrif á ríkisstjónarsamstarfið, m.a.s. svo mikil að þessi ill-lyktandi subbuskapur kann að verða banabiti ríkisstjórnar Gjeirs Haaarde. Ég þykist vita að samfylkingarfólk er þessar mínúturnar að hugsa sitt ráð og það ætti engum að koma á óvart þó þreifingar séu þegar komnar í gang um myndun nýrrar ríkisstjórna - án Sjálfstæðisflokksins, Gjeirs Haaarde, VillaVill, Davíðs Oddssonar, Hannesar Hólmsteins og Guðlaugs Þórðarsonar.  
mbl.is Engin áhrif á stjórnarsamstarf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

...Þú segir nokkuð...

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 22.1.2008 kl. 14:02

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Guð láti gott á vita .... eða þannig.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.1.2008 kl. 15:27

3 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Ég vil kosningar, bæði í borg og á landsvísu.

Nú er mér nefnilega nóg boðið. 

Ingibjörg Friðriksdóttir, 22.1.2008 kl. 16:32

4 Smámynd: Magnús Þór Snorrason

Ja þú segir nokkuð,ekki kæmi mér það mikið á óvart að það væri umræða flokka á milli enda það í anda Ingibjargar að standa ekki við það sem hún segir.

En þú skalt heldur ekki vanmeta Geir.

Magnús Þór Snorrason, 22.1.2008 kl. 18:02

5 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

neinei Ingibjörg og Geir verða par út kjörtímabilið og standa sig bara vel finnst mér.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 22.1.2008 kl. 18:42

6 Smámynd: Fríða Eyland

Vonandi rætist þessi spádómur pling

Fríða Eyland, 22.1.2008 kl. 21:11

7 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Svo má spyrja sig þeirrar spurningar hvort það séu ekki óþarflega margir sjórnmálamenn í röngum flokki, þ.e. flokksvilltir.

Jóhannes Ragnarsson, 22.1.2008 kl. 21:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband