Leita í fréttum mbl.is

Læknisvottorð uppá lygaveiki

Í gærkvöldi gaf Dagur B. Eggertsson læknir út læknisvottorð þess efnis að Ólafur F. Magnússon læknir sé lygalaupur. Því miður er ég ekki svo kunnugur læknisfræði og læknisvottorðum að ég geti fullyrt hvort hægt sé að dæma menn óvinnufæra sökum lygaveiki, en það liggur samt í augum uppi að krankleiki á borð við ósannsögli er fremur hvimleiður sjúkdómur, nema ef til vill í stjórnmálum þar sem snjallir lygarar eru metnir að verðleikum. Svo getur það náttúrlega gerst að menn og konur geta orðið svo heltekin af illvígum lygasjúkdómi að þau verði gjörsamlega óvinnufær. Þess vegna legg ég til að skipuð verði nefnd lækna sem fái það hlutverk að meta meintan skort Ólafs F. Magnússonar á sannleiksást og enn fremur hvort ekki geti verið hættulegt að láta hann ganga lausann.


mbl.is Dagur: Óvanur því að samstarfsmenn segi ekki satt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Lygarar og svikarar geta verið svakalega góðir í vegavinnu.  Einnig er hægt að nota þá á sjóinn, byggingavinnu og jafnvel sem sorptækna.

En í ábyrgðastöður? Nei.

Vísa í kommentið mitt á fyrra bloggi þínu, Haltur leiðir blindan.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 22.1.2008 kl. 09:17

2 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Ég held nú Ingibjörg að þessi tegund sé ekki mjög æskileg í því litla og sem þarf að vera samhenta samfélagi sem er í gangi um borð í skipi, svo ég get ekki mælt með "lygurum og svikurum" til sjós og raunar ekki ....annarsstaðar en þar sem þeir eru flestir....í pólitík..þar eru þeir sumir álitnir "dugandi menn og konur".

Ég held hinsvegar að ég mundi taka vottorð frá Degi trúanlegt, hann er einhvernveginn þannig....

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 22.1.2008 kl. 12:16

3 Smámynd: Rúnar Sveinbjörnsson

Það er eins og skíni í fordóma hjá henni Ingibjörgu. En staðreyndin er að þessu er öfugt farið. Lygarar og svikarar eru góðir í pólitík, en afleitir í vegavinnu, á sjónum og sér í lagi sorphreinsum. Við getum verið án borgarstjóra í mánuði, en sorptæknar stoppa allt þjóðfélagið lygnir og ólygnir.

Rúnar Sveinbjörnsson, 22.1.2008 kl. 14:05

4 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Nei Rúnar, ég held að ég sé laus við fordóma.  Ég er bara að segja, að ef þú ert dugandi þá getur þú unnið, nánast hvað sem er, en ef þú ert svikull og lygin þá átt þú ekki að vera í forystu eða ábyrgarstöðu.

Mér finnst þetta sorgleg staðreynd að svona sé komið fyrir okkur sem eigum að heita lýðræðis þjóðfélag. 

Ingibjörg Friðriksdóttir, 22.1.2008 kl. 16:28

5 Smámynd: Fríða Eyland

þú seigir það

Fríða Eyland, 22.1.2008 kl. 21:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband