Leita í fréttum mbl.is

Afskræming lýðræðis í USA

CubaHvað er það sem er svona ofurpennandi við svokallaðar kosningar í Bandaríkjunum? Getur verið að fólk geri sér ekki enn grein fyrir, að í því mikla landi ríkir tveggja flokka auðvaldseinræði sem á lítið sem ekkert skylt við lýðræði? Enda er kosningaþátttaka í Bandaríkjunum svo ótrúlega lítil að það er blátt áfram hlægilegt að taka sér orðið ,,lýðræði" í munn í sömu andrá og þerra fáránlega kosningafyrirbrigði.

En þrátt fyrir augljóslegan fáránleika bandarískra forsetakosninga virðist fjöldi manns hér uppi á Íslandi lifa sig svo vandlega inní þessa afskræmingu lýðræðisins, svívirðuna og loddaraskapin, að það hikar ekki við að verða sér opinberlega til skammar hvenær sem færi gefst. Eða hver kannast t.d. ekki við gagnrýnislausan fábjánavaðal íslenskra fjölmiðlunga um kosningar í Bandaríkjunum? Það gerist æ oftar, þegar ég heyri í þessum brjóstumkennanlegu sendisveinum auðvaldseinræðisins í líki fréttamanna og fréttaritara, að ég fæ sterklega á tilfinninguna að þar fari auðnuleysingjar sem lent hafi í hafvillum á útsæ heimskunnar og eigi þaðan ekki afturkvæmt.      


mbl.is Ofurspenna í 24 ríkjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

snilld :)

Kjartan Pétur Sigurðsson, 5.2.2008 kl. 20:25

2 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Krúttaralegt blogg

Ingibjörg Friðriksdóttir, 5.2.2008 kl. 21:08

3 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Kjarnyrt og góð færsla og hverju orði sannari.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 6.2.2008 kl. 20:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband