Leita í fréttum mbl.is

Kjarabarátta um vegarspotta

RæningiÍ mínum huga ganga kjarasamningar út á kaup og kjör launafólks en ekki vegarspotta hist og her, eða aðrar blekkingardúsur frá ríkisstjórn. Verkalýðsleiðtogar sem taka þátt í slíkum svikavef eru að mínu mati auðvirðilegri en allt sem auðvirðilegt er 

Hitt er svo annað mál að verkafólk á Íslandi verður að fara hugsa sinn gang alvarlega. Það er alveg djöfullegt fyrir okkur að draslast með fjöldan allan af fólki á fóðrum hjá stéttarfélögunum, sem leggur allan sinn metnað í komast að sleikja sig upp við fyrirmenni þjóðfélagsins, auðvaldslýðinn, á sama tíma og full dagvinnulaun duga engan veginn til að fólk geti lifað af þeim með reisn og á mannsæmandi hátt. Reyndar man ég eftir framagosa af krataætt, sem gengdi heilmiklum trúnaðarstörfum í verkalýðshreyfingunni, sem hló upphátt að þeirri hugmynd að landshreyfingin verkafólks ætti setja kröfuna um mannsæmandi laun á oddinn.

Svo er ekki úr vegi að minna á landsamband verkafólks, svokallað Starfgreinasamband, er og hefur verið, ásamt öðrum landsamböndum ASÍ, í herkví Samfylkingarinnar, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Og það mun ekkert breytast á kjaravettvangi verkafólks nema því umsátursástandi verði hrundið. Fyrr mun ekki linna skipulögðum ránsskap auðvaldsaflanna úr vösum verkafólks.

   


mbl.is Hugsanlega bætt í framkvæmdir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband