Leita í fréttum mbl.is

Stórstíg og höfðingjadjörf

Auðvaldssví 2Þau gjörast nú skemmtilega stórstíg og höfðingjadjörf þessa dagana þau Ingibjörg Sólrún og Gjeir Haaarde; hún fundaði með Bankamún yfirkontórista Sameinuðu þjóðanna en Haaarde með Jopp Hopp framkvæmdastýru NATÓ.

Og ekki var víst töluð vitleysan á þessum velheppnuðu fundum og árangurinn eftir því enda ekki við öðru að búast. Frú I. Sólrún fékk t.d. Bankamún til að lofa því að fjölga konum í leiðandi stöðum innan SÞ, en Haarde fékk gott klapp á bakið frá Jopp Hopp fyrir vasklega friðarframgöngu íslendinga í Afganistan og mátti skilja á orðum Jopps að íslensku friðardátarnir, austur þar, væru alveg til friðs á ópíumökrum Afganistan.

Það er alltaf jafn framúrskarandi dásamlegt þegar íslenskir ráðamenn ganga fyrir kónga og keisara hndan atlandsála og hljóta að launum klapp á kollinn.


mbl.is Ræddi við Ban Ki-moon
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband