Leita í fréttum mbl.is

Bannfærði eilífðina í voldugri predikun

judasGamli Bensi páfagaukur veit hvað hann sönglar þegar eilífðarmálin eru annarsvegar. Hans skoðun er að eilífð á hymmnum taka langt fram eilífð á jörðu enda er jarðnesk eilífð hvurjum manni heilt heita helvíti.

Þó gæti verið fjári gaman ef visindin hefðu upplokist mönnum fyrir margt löngu; þá hefðum vér Egil Skallagrímsson enn á meðal vor; og Njál Þorgeirsson líka, ef hann hefði ekki verið brenndur inni í moldarkofa sínum að Brgþórshváli. Með tilstyrk eilífðarmeðalanna ætti lögreglan enn þann dag í dag í höggi við Arnes Pálsson og Fjalla-Eyvind, Jón frá Hrafnseyri væri að sjálfsögðu forseti Alþingis og Jónas frá Hriflu menntamálaráðherra. En stöðugleika af þessu tagi vill páfagaukur hinna kaþólsku ekki sjá og hefir nú bannfært  jarðneska eilífðaróra vísindana í predikun í dag.

Betur hefði Bensi bannfært Gorg Bush og kapítalismann í leiðinni og vísað öllu því hafurtaski í verri staðinn - að eilífu. Amen  


mbl.is Páfi: Ódauðleiki ekki eftirsóknarverður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband