Leita í fréttum mbl.is

Róið uppá brennivínshlut

ÚtigangsmaðurSú var tíðin, að til vóru þeir útgerðarmenn á Íslandi, sem borguðu hásetum sínum gjarnan með því að fleygja í þá einni eða tveimur brennivínsflöskum við og við. Yfirleitt var það Svartidauði eða Hvannarót sem menn fengu í hlut, um dýrari veigar var ekki að ræða. Peninga létu umræddir útgerðarmenn aldrei af hendi, utan fáeinar krónur í vertíðarlok, sem rétt dugðu fyrir rútufargjaldi til Reykjavíkur. Þannig atvikaðist að fjöld sjómanna sem fóru á vetrarvertíð komu heim aftur beiningamenn og urðu opinberir drykkjurútar á götum Reykjavíkur, að minnsta kosti fram að næstu vertíð.

Fullur jólasveinnNú berast fregnir af því, að norskir klambrarar af vertakastandi hafi um síðir haft spurnir af ofangreindum greiðslumáta frænda sinna, íslenskra útvegsmanna, og séu farnir að borga sínum verkamönnum út í áfengi og örþunnu ítölsku kaffibrauði og segi þeim í ofanálag að grjóthalda kjafti. En það stóð heldur aldrei á íslenskum svartadauða- og hvannarótarútvegsbændum að segja hásetum sínum að halda kjafti ef þeir gerðu sér ekki hásetahlut sinn í brennivíni að góðu. 


mbl.is Mútað með vodka og pítsu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Töflur

Lýsigögn Tímaraðir Annað tengt efni Umsjón: Tómas Örn Kristinsson, upplýsingasviði. Netfang: tomas.orn.kristinsson@sedlabanki.is



Formaður Bankaráðs Seðlabankans heitir Halldór Blöndal. Bankaráð Seðlabankans er skipað af Álþingi Íslendinga.

Baldur Fjölnisson, 9.3.2008 kl. 22:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband