Leita í fréttum mbl.is

Rauðsmýrarmaddömur snobbelítunnar

kapital10Þeim flökrar nú ekki við, samfylkingarskoffínunum, að skipa erkiíhaldskerlinguna Sigríði Önnu sendiherra án sendiráðs. Og ég sem hélt að Samfylkingin hefði ekki verið soðin saman til að skipa útjaskaða stagkálfa Sjálfstæðisflokksins í hinar og þessar snobbstöður; ég man ekki betur einhver talaði um, á sínum tíma, að Samfylkingin væri skohh stofnuð til mótvægis og/eða höfuðs  Sjálfstæðisflokknum.

En auðvitað þarf enginn að vera undrandi á að frú Ingibjörg Sólrún utanríkisráðherra, stundum kennd við hjólbörurnar, ráði prestsmaddömuna Sigríði Önnu til sendiherra. Sannleikurinn er nefnilega sá að Ingibjörg þessi Sólrún er nánast samskonar íhald að hugsjón og upplagi og maddama Sigríður Anna; báðar einhverskonar rauðsmýrarmaddömur á sviði hins pólitíska leikhúss.

Til hamingju samfylkingarfólk með prestsmaddömuna í Mosfellssveit!  


mbl.is Sigríður Anna skipuð sendiherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Ég hélt að það hafi verið rætt í Samfylkingunni að fækka sendiherrum en ekki fjölga.Það kostar ríkið ekkert neina smá peninga að greiða öllum þessum Sendiherrum lífeyrir þegar þeir hætta að vinna.

Guðjón H Finnbogason, 10.3.2008 kl. 21:13

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Hve vel á ekki textabrotið ,,helmingurinn lýgi, hitt allt eintóm svik" við um Samfylkinguna?

Jóhannes Ragnarsson, 10.3.2008 kl. 21:24

3 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Þetta er nú gjörningur sem er algerlega óskiljanlegur, alveg sama þó það hefði vantað stórlega fólk, veit bara ekki hvert ætti að senda þennan kerlingartrúð...

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 11.3.2008 kl. 20:59

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já þetta er ótrúlegt, og Valgerður lét í sér heyra um málið, en hún stóð alla tíð í vegi fyrir þesskonar gjörð á sínum ferli sem utanríkisráðherra.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.3.2008 kl. 13:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband