Leita í fréttum mbl.is

Framagosar og nautgripir

Árni ÞórSíðustu daga hef ég rekist á nokkrar kvartanir bloggara yfir því að alþingismaðurinn Árni Þór Sigurðsson hafi lokað athugasemdakerfi bloggsíðu sinnar á þá. Þetta varð til þess að ég lagði lykkju á leið mína og kannaði hvernig aðgangi mínum að athugasemdakerfi þingmannsins væri háttað. Og viti menn: Þingmaðurinn var búinn að loka málgagni sínu, vel og vandlega, fyrir athugasemdum frá flokksbróður sínum Jóhannesi Ragnarssyni verkamanni í Ólafsvík!

Það var og ...

Í sjálfu sér kemur það mér ekki sérlega mikið á óvart, að framagosinn og blókin Árni Þór hafi lokað á mig, slíkur framsóknarmaður sem hann er. En fyrst og fremst þykja mér varnaraðgerðir hans gegn mér og fleirum stórhlægilegar. Að sönnu er Árni Þór lítilfjörlegur stjórnmálamaður og ekki vex vegur hans með því að ýta óþægilegri gagnrýni frá sér með einhverskonar ,,haltukjafti" aðferð á blogginu. Haltukjafti aðferðin hefur reyndar lengi verið stunduð af liðinu í flokkseigendafélagi VG, (en þetta er einmitt sama liðið og stundaði flokkseigendastörf í Alþýðubandalaginu sáluga). Og þar sem Árni Þór gegnir stöðu aukagepils í flokkseigendafélaginu virðir hann að sjálfsögðu haltukjaftiregluna samviskusamlega.

En hvaða erindi á Árni þessi Þór yfirleitt í þeim flokki, sem á hátíðarstundum, kveðst standa lengst allra flokka til vinstri í íslenskri Pólitík? Auðvitað ekki neitt, nema ef vera skildi að svala hégómlegri og barnalegri framagirnd sinni; aðrar hugsjónir á þessi maður ekki svo ég viti. Á meðan ég tók þátt í að stofna VG var Árni Þór að bögglast við að pota sjálfum sér áfram innan Samfylkingarinnar, en því miður með litlum sem engum árangri. Þegar útséð var, að Samfylkingin hefði engan áhuga á hinni litlausu framsóknarblók, Árna Þór Sigurðssyni, sneri hann sér að VG, eða öllu heldur að flokkseigendaelítu VG, sem illu heilli dró hann um borð til sín með fyrirheitum um pólitískt framhaldslíf.

Nú kunna einhverjir að álykta sem svo, og það með réttu, að lofgrein um Árna Þór Sigurðsson alþingismann VG eigi ekki heima sem viðhengi við frétt mbl.is um einhverjar kýr í Kanada. Því er til að svara, að umfjöllun um pólitíska spjátrunga og framagosa rímar, að mínu mati, ágætlega við fréttir af nautgripum   


mbl.is Sluppu á leið á sláturhúsið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll; Jóhannes !

Það var, að vonum - og í hnotskurn, einfaldlega !

Með beztu kveðjum, sem fyrr / Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 22.3.2008 kl. 15:18

2 Smámynd: Rúnar Sveinbjörnsson

Þú ert innskráð(ur) sem runarsv.

Þú hefur ekki réttindi til að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem höfundur hennar leyfir það einungis tilteknum notendum.

Rúnar Sveinbjörnsson, 22.3.2008 kl. 16:31

Afsakaðu Jóhannes þetta eru skilaboðin sem ég fékk á síður Árna, þetta "bæta við..." er ekki sýnilegt á minni síðu. Er þetta ekki heiður einhverir eru hræddir við okkur. 

Rúnar Sveinbjörnsson, 22.3.2008 kl. 16:39

3 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Það er þyngra en tárum taki að lesa um samskipti flokksbræðranna í VG.  Þetta er því miður saga sósíallista á Íslandi.  Þeir geta aldrei staðið saman um nokkurn skapaðan hlut  Er þar skemmst að minnast þegar Steingrímur J. hljóp útundan sér og stofnaði nýjan flokk þegar hann tapaði fyrir Margréti Frímannsdóttur forðum daga og klauf þar með vinstra fólk í landinu í herðar niður.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 22.3.2008 kl. 22:11

4 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Ég held, Þórdís Bára, að það taki því ekki að úthella tárum yfir innanbúðarvandamálum stjórnmálaflokka. Þá er að mínu mati helst til djúpt í árina tekið að Steingrímur J. hafi klofið vinstra fólk í landinu í herðar niður. Framganga Samfylkingarinnar síðan hún var stofnuð bendir ekki til þess að þar fari vinstriflokkur, þannig að þar var ekkert að kljúfa.

Ég tek hinsvega undir með Ásdísi Helgu, að hefðu Steingrímur J. og Hjölli Gutt farið með Samfylkingunni á sínum tíma, hefði engu að síður orðið til flokkur til vinstri við aðra flokka á Íslandi.

Jóhannes Ragnarsson, 22.3.2008 kl. 23:18

5 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Rétt hjá þér, Sveinn Elías.

Jóhannes Ragnarsson, 23.3.2008 kl. 21:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband