Leita í fréttum mbl.is

Sundríðingar eru glæfraspil

kapital5Ójá, ég hefi nú lengi haldið því fram að það væri vafasamt að sundríða mótorhjóli. En knapinn var sannarlega stálheppinn að missa ekki meira undan sér en hjólið þegar hann þeysti útí Klifandaós. Þessháttar kom einu sinni fyrir kunningja minn, Jón Guðbrandsson að nafni. Hann ætlaði að stytta sér leið með því að klofa yfir óvarið drifskaft á einhverju landbúnaðartæki, en var svo óheppinn að drifskaftið, sem var á fullri ferð, náði í klobbann á honum og sneiddi karlmennskustolt hans af á svipstundu. Þetta atvik varð til þess að Jón kunningi minn neyddist til að breyta nafni sínu í Jóna Guðbrandsdóttir. Því segji ég það, að þegar menn á annað borð byrja að missa eitthvað undan sér er mikil hætta á að þeir missi allt undan sér. Þess vegna legg ég til, að hinn lánsami ökumaður torfærumótorhjólsins, sem fréttin segir frá, fái sér alvöru hross næst þegar honum langar til að sundríða árósa við brimasama strönd.
mbl.is Mótorhjól sogaðist á haf út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Á Guðlaugsson

Áttu við einhver fl veikindi að stríða heldur en þessi andlegu????

Eða fékkstu ekki næga atigli frá foreldrum þínum í æsku og færð útrás fyrir kenndir þínar á blogginu??????????????????????

 kveðja

Mótorhjólamaðurinn sem slapp á lífi úr briminu.........

Guðmundur Á Guðlaugsson, 22.3.2008 kl. 01:07

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Nei, Gunnlaugur minn, ég á ekki við fleiri veikindi að stríða en þessi sem þú nefnir, að frátöldu smávægilegu kvefi, en það er nú ekkert til að tala um. 

Jóhannes Ragnarsson, 22.3.2008 kl. 08:20

3 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

...Góóóður. Þú hefur vaknað vel í morgun Jóhannes. Greinilega alheilbrigður....nema þessi "kvefluðra", en hún hlýtur að molna úr þér um páskana...

En títtnefndur hjólamaður á greinilega eitthvað "í land".....

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 22.3.2008 kl. 08:48

4 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Já, Hafsteinn, ég vaknaði bara þokkalega hress í morgun og fékk mér lýsi, hafragraut og súrt slátur í morgunverð og sterkt og gott kaffi á eftir. Eftir þessháttar trakteringar er manni ekkert að vanbúnaði.

Jóhannes Ragnarsson, 22.3.2008 kl. 09:01

5 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 22.3.2008 kl. 09:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband