Leita í fréttum mbl.is

Ruddalegur páskaboðskapur

Johanna-og-Gudlaugur-Thor_1091123689Þokkalegur páskaboðskapur sem Sunnudagstelegrafið á Bretlandi færir oss íslendingum að þessu sinni: Sem sé, að land vort sé baneitraður myglusveppur, sem einungis sé á færi þrautþjálfaðra eiturefnasérfræðinga að meðhöndla. Þá gefur þetta ruddalega breska klámblað í skyn, að útrásarsnillar vorir séu ígildi galtómra jakkafata, en umfram allt vitlausari en allt sem vitlaust er.

Þá er haft eftir þessu sama Sunnudagstelegrafi, að stjórnvöld vor berjist um á hæl og hnakka við að koma í veg fyrir að sjálf Þjóðarskútan farist ekki með manni og mús á kólguköldu útsævi fjármálalífsins. Þarna fer Telegrafið auðvitað með rangt mál. Stjórnvöld vor tóku fyrir löngu stýrið af Þjóðarskútunni með þeim afleiðingum að hún hefur mátt hrekjast stjórnlaus undan válegum vindum einkavæðingar, græðgi og flottræfilsháttar.

Í dag, Páskadag 2008, á íslenska ríkisstjórnin ekki um annað að velja en að segja drulluskítablaðinu SundayTelegraph, að fara til helvítis og hóta Stór-Bretanum í leiðinni að gera loftárásir á parlament þeirra og drottningu. 


mbl.is Eitraður vogunarsjóður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Johnny Bravo

Kalhæðnar kaldar kveðjur frá landi kaldhæðninnar.

Var það ekki í Englandi sem banki fór á hausinn fyrir nokkrum mánuðum hehe

En nú höfum við í anda páskanna verið krossfest, svo núna er það bara að rísa upp frá dauðum. 

Johnny Bravo, 23.3.2008 kl. 10:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband