Leita í fréttum mbl.is

Ætla framvegis að aka utanvegar

Atvinnubílstjórar ætla ekki að vera í umferðinni, segir talsmaður þeirra. Þeir ætla þá líklega annaðhvort að taka upp þann sið að aka utanvegar eða hætta alfarið að hreyfa bifreiðar sínar. Satt að segja myndi ég ekki sakna þessara risaskrjóða þó þeir hættu að þvælast fyrir í umferðinni, sérílagi á þjóðvegunum. Og það gæti orðið nógu andskoti gaman að fylgjast með hvernig þeir plumuðu sig í utanvegarakstri.

Sennilega væri best að vörubifreiðarstórarnir tækju sig saman, seldu olíuhákana sína úr landi og keyptu sér skip í staðinn. 


mbl.is Atvinnubílstjórar ætla ekki að vera í umferðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anton Þór Harðarson

það er líklega það réttasta að taka upp skipaflutninga aftur, síðan mætti kanski auka tolla og gjöld af bílum með vélar yfir 2000cc ég get ómögulega skilið að það þurfi 3,5 tonna bíl með 6 lítra vél til að keyra í vinnuna, allavegana ekki innanbæjar.

Anton Þór Harðarson, 7.4.2008 kl. 07:54

2 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Sammála þér Jóhannes.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 7.4.2008 kl. 09:09

3 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 7.4.2008 kl. 14:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband