Leita í fréttum mbl.is

Komnir á válista HF

Ástandið í efnahagsmálum þjóðarinnar er orðið svo hroðalegt þessa dagana, að meira að segja einhver simpill dósaþefur við hagfræðideild háskólans hefur séð sig tilknúinn að kveða uppúr með, að bankastjórn Seðlabanka Íslands sé ein og óstudd orðin að svo sértæku efnahagsvandamáli, að ekki verði lengur undan vikist að sópa þessari skuggalegu bankastjórn á haf út. Sagt er ástandið sé orðið svo slæmt, að enginn þekki Davíoddsson seðlabankastjóra lengur og vilji ekkert af honum vita né frétta. Okkar mikli herra á sem sé ekki lengur neinn vin, nema ef vera skildi Hanez Holmstone, sem því miður stendur upp fyrir haus í málaferlum þessa dagana og er orðinn slíkur öreigi að Hjálparstonun Frjáhyggjunnar er komin með hann á válista og farina að safna peningum til að afstýra gjaldþroti þessa einsstaka ríkisrekna frjálhyggjumanns. Og nú virðist hið sama eiga fyrir Davíoddssyni að liggja, semsé: að komast ásamt Hanezi félaga sínum á válista Hjálparstofnunnar Frjálshyggjunnar.
mbl.is Alvarleg staða efnahagsmála
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Garðarsdóttir

Ja hérna. já, og skrítið hvernig helsti talsmaður frjálshyggjunar (H.Holm) hefur lengi fengið óáreitturi að japla á jötu ríkisins og jafnvel fengið rauðan dregil undir rassinn á sér. Ég tala nú ekki um "Bláu" verndarhendina sem klappar honum reglulega á kollinn.

Jóhanna Garðarsdóttir, 12.4.2008 kl. 01:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband