Leita í fréttum mbl.is

Staurblindir eintrjáningar og rakin fífl

íhaldsvargurÞað er nokkuð ljóst, að hið mikla kvótahagræðingarfyrirtæki í útgerð og fiskvinnslu HB-Grandi hefur stundað rösklegt kvótabrask á síðasta ári.

Þó er þetta aðeins lítill angi af skammarlegu framferði þeirra sem fengið hafa gefins aflaheimildir í tæpan aldarfjórðung. Það eru aðeins staurblindir eintrjáningar og rakin fífl sem enn láta sér detta í hug að réttlæta og verja hið grófa mafíska fiskveiðistjórnunarkerfi okkar, sem valdið hefur alþýðu manna slíkum búsifjum að með ólíkindum er.

Og þegar menn, meira að segja stjórnmálamenn, gerast svo lánlausir, að halda áfram að berja tómum hausum sínum við steininn, þegar fyrir liggur dómur Mannréttindanefndar Sameinuðuþjóðanna, þess efnis, að hið alræmda kvótakerfi og framkvæmd þess flokkist undir mannréttindabrot, er íllt í efni. Mér skilst t.d. að Sjálfstæðisflokkurinn stefni ótrauður að því að hunsa Mannréttindanefnd Sameinuðuþjóðanna og styðja þar með áframhaldandi mannréttindabrot. Það verður fróðlegt að fylgjast með hvort Samfylkingin kemur til með að styðja mannréttindabrotastefnu Sjálfstæðisflokksins í þessu stórmáli með ráðum og dáð, eða ber í borðið og segir, hingað og ekki lengra.   


mbl.is Óska skýringa frá HB Granda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Væri ekki betra að gæta hófs í orðum?

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 11.4.2008 kl. 17:46

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Gæta hófs í orðum? Hvað áttu við?

Jóhannes Ragnarsson, 11.4.2008 kl. 17:53

3 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

...hér er ekkert ofsagt Jóhannes og ef eitthvað væri finnst mér þú svona frekar hófsamur... Áfram með smjerið....

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 11.4.2008 kl. 19:29

4 Smámynd: Fríða Eyland

Sammál síðasta ræðumanni og þeim fyrsta

Fríða Eyland, 14.4.2008 kl. 12:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband