Leita í fréttum mbl.is

En verra er að láta hunda míga á sig

Hundur að mígaÞað er margt verra en að hrjóta úr sér vímuna lokaður ofan í skotti bifreiðar.

Mun lakara er að lognast útaf hálfur inni í forstofunni heima hjá sér og hálfur úti á stétt. Þessháttar kom einusinni fyrir mann sém ég þekki, Kjartan Gorefield að nafni. Og þegar hann vaknaði höfðu ekki færri en þrír hundar migið á þann hluta hans er úti hvíldi á stéttinni.

Og ekki tók betra við þegar hann skreiddist á fjórum fótum innfyrir dyrnar og inní eldhús því þar tók eldhúdvargurinn, kona hans, á móti honum með stól að vopni sem hún notaði til að misþyrma honum á einkar fémínískan hátt, en kona Kjartans er formaður í mannúðarfélagi og varaformaður kynjabaráttuhreyfingu, auk þess að vera yfirskristofustjóri í merku fjámálafyrirtæki sem hefur tapað miljörðum á miljarða ofan á síðustu mánuðum.


mbl.is Fastur í skotti bifreiðar við Miklubraut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Þessi kvenkostur Jóhannes, konan hans Kjartans er gríðarlega spennandi eintak. Þeir eru örugglega ekki alveg á flæðiskeri þarna í mannúðarfélaginu. Veit ekki Sóley um hana...?

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 12.4.2008 kl. 19:43

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Ég geri nú fastlega ráð fyrir að hin virðulega frammákona Sóley Tomm fílí-bomm-bomm-bomm þekki eiginkonu Kjartans Gorefield mætavel. Ef ég man rétt, sem ég man, þá eru þær stöllur saman í einhverju yfirstéttarfémínístafélagi. ,,Fraukur í forstjórastólana" held ég að þetta eðla félag heit fullu nafni.

Jóhannes Ragnarsson, 13.4.2008 kl. 11:47

3 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Það var auðvitað, það dregur sig saman.....og allt það, þær eru örugglega öflugt teymi, þeirra er framtíðin.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 13.4.2008 kl. 14:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband