Leita í fréttum mbl.is

Drukkinn páfi skemmtir amríkumönnum

pope,,Kanar ærast allir saman,

öskra og veina gaman, gaman!" (Disneyrímur höf. Þórarinn Eldjárn)

Ekki er að efa að bandaríkjamenn hafa skemmt sér konunglega af innantómri fávisku sinni við að heyra og sjá Benedikt XVI iðka ræðubrögð sín á Jankí Stadíuminu í Nýju Jórvík.

Og vissulega var páfaþrjóturinn í undarlega góðu skapi í dag; lék á alls oddi enda vel drukkinn af messuvíni sem hann komst í í morgun hjá amrískri byskubsskjátu, sem hefir sérhæft sig í að breyta fjármunum byskubsstóls síns í vín. Það er svo sem ekkert nýtt þó kaþólskir kirkjuhöfðingjar fari svona að því þeir hafa fyrir löngu gefist uppá að breyta vatni í vín eins og Frelsarinn gerði.

Það var víst ógleymanleg sjón fyrir alla viðstadda á Jankí Stadíuminu þegar Benedikt karlinn kom akandi á smábifreið sinni, sætkenndur af messuvíninu, inn á leikvanginn. Þó var enn dýrlegra, þegar hann skreið uppí ræðustólinn og tók til við að segja könum sögur af sjálfum sér þegar hann var hugsjónainnblásinn smádáti í síðari heimstyrjöldinni og barðist eins og ljón fyrir föðurland sitt og foringja. Raunar barnaði karluglan söguna fyrir sjálfum sér með óráðshjali um að hann hefði verið neyddur til að ganga í Hitlersæskuna og að hann hefði síðar strokið úr hernum. En þetta segja nú líka allir þjóðverjar sem eitthvað störfuðu undir merkjum Adólfs sáluga og það er af því að Adólf og þeir sjálfir töpuðu stríðinu.

Í fyramálið er svo viðbúið að hans heilagleiki, Benedikt páfi XVI, verði rottimbraður eftir alla jörvagleðina í dag. En hann þarf áreiðanlega ekki að örvænta, né við að hafa áhyggjur, því byskubinn, vinur hans, lumar áreiðanlega á nokkrum ámum af messuvíni handa honum að hressa sig á og halda þar með uppi ásættanlegum samkvæmisdampi. 

 


mbl.is Páfi hylltur á Yankee Stadium
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband