Leita í fréttum mbl.is

Mun létta áhyggjum af Berglindi Jóhannesdóttur dagmóður

Picture 019Hinn ástsæli veiðiköttur, Brandur, er ákaflega vandætin persóna og lætur ekki bjóða sér hvað sem er. Meðal annars leggur hann sér aldrei rottur til munns, þó að þær séu í sjáfu sér ágæt og bætiefnarík fæða. En þó Brandur forakti nagdýraket af hugsjón og ástríðu er hann þeim mun sólgnari í að granda þessháttar skepnum sér til gamans. Oftar en nokkrum sinnum hefi ég séð hann dauðrota rottur með því að slá þær með loppunni einni. Þá hefi ég séð hann grafa út músarholu, sem lauk með því, að hann myrti heila músafjölskyldu, sem hafðist við í innri enda holunnar, á snöggu augabragði.

Í nótt, aðfaranótt sumardagsins fyrsta, kom Brandur heim með litskrúðugan stokkandarstegg sem hann hafði vegið á tjarnarbakka hér í grendinni. Á eftir ætlum við Brandur að reyta stegginn og steikja því okkur þykir þessháttar skepna ljúffengari steikt en hrá.

Á meðan við félagarnir verkum stokkandarherrann, ætla ég að segja Brandi mínum frá aðsteðjandi rottuplágu í nágrenni Réttarholtsvegar. Ef vel liggur á honum er ég viss um að hann býðst til að létta öllum áhyggjum af Berglindi Jóhannesdóttur dagmóður með því að skreppa suður og stráfella öll nagdýr sem fyrirfinnast við Réttarholtsveg og í nágrenni hans. 


mbl.is Rottur í Réttarholti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Þekki til Berglindar, hún er með þrjá ketti sjálf - vonandi nýtast þeir til rottuveiða!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 24.4.2008 kl. 22:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband