Leita í fréttum mbl.is

Misgáningur á hvalveiðum

hvalahvala2Það mun hafa verið seint á sjöunda áratugnum, að hvalveiðiskipið Haugur RE 585 lét úr höfn í Keflavík, og var stefnan sett laust austan við Skipaskaga. Á útstíminu var glatt á hjalla enda var Bakkus með í ferð semog nokkrar undurkátar kvenpersónur. Þegar komið var útí miðjan Faxaflóa fór svo heldur betur að lyftast brúnin á Harðbak skipstjóra því gegnum myrkur og gleðivímu sá hann hvar stórhveli bylti sér í sjóskorpunni. Hann hafði því hröð handtök og skaut hvaldýrið umsvifalaust með skutulbyssunni. Skutullinn hitti í mark og vel það því hann gekk í gegnum stjórnborðsbyrðinginn á lúgarnum á m/b Lárusi Pálssyni, 8 rúmlesta dekkuðum súðbyrðingi sem lá þar yfir línu, og staðnæmdist í þilinu bakborðsmeginn.

Þegar Harðbaki skipsstjóra varð ljóst, að hér var einhver misgáningur á ferð og stórhvelið sem hann hugði var einungis lítilfjörlegur fiskibátur, sem á sínum tíma var smíðaður úr furu í Hafnarfirði, sendi hann menn um borð í m/b Lárus Pálsson og lét þá handtaka skipverjana, tvo að tölu, og færa þá nauðuga um borð í Haug RE þar sem þeim var misþyrmt og nauðgað af svo kostulegri snilld að til fullkominnar stórhörmungar mátti telja. Að því loknu var mönnunum kastað eins og kartöflupokum um borð í m/b Lárus Pálsson og tóku þeir strax til vað að draga línu sína því þeim þótti sér ekki til setunnar búið. Kómu þeir í land í Reykjavík undir kvöld daginn eftir harða útivist og var fas þeirra í öllu keimlíkt því sem gerist hjá geðbiluðu fólki, jafnvel brjáluðu.   


mbl.is Ósammála um hvalveiðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Góð byrjun á nýrri Moby Dick með málum dagsins sem íhræru. Hlakka til að lesa framhaldið.

Ólafur Þórðarson, 23.4.2008 kl. 00:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband