Leita í fréttum mbl.is

Auðvitað átti RÚV að mynda og sýna Jón í járnum

Ég sé nú bara akkúrat ekkert athugavert við það að fréttastofa Ríkissjónvarpsins hafi vilja sýna landsmönnum Jón Ásgeir í handjárnum þann 29. ágúst 2002. Það gerist heldur ekki á hverjum degi að burgeisar séu handteknir þegar þeir koma til landsins með áætlunarflugi. Ég geri ráð fyrir að sama fréttastofa vildi vera nærstödd ef til stæði að leiða Davíoddsson útúr Seðlabankanum, járnaðan á höndum og fótum.

En fyrst yfirvöldum hefur ekki tekist að fanga bankaræningjann góða í Hafnarfirði er auðvitað borin von að þeim takist að færa Jón Ásgeir og Davíoddsson í bönd. Sannleikurinn er nefnilega sá, að yfirvöldum hefur ekkert farið fram að ráði síðan þau handtóku skagamanninn Jón Hreggviðsson fyrir snærisþjófnað fyrir margt löngu síðan.


mbl.is Fréttastofa Sjónvarps fer fram á leiðréttingu frá DV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband