Leita í fréttum mbl.is

Konupungar og gýgjarpussur

Samkvæmt mínum lærdómi, heitir sæbjúga það er sagt er frá í meðfylgjandi frétt ,,konupungur," sem er fallegt og viðeigandi nafn á þessu klígjulega óféti. Hvernig teprulegu fólki hefur flogið í hug að fara að kalla konupunginn ,,brimbút" er mér gjörsamlega hulið, en ekki er það fallegt.

Og fyrst ég er farinn að tjá mig um konupunga, get ég ómögulega stillt mig um að nefna annað sjókvikindi, bleikt og ræxnislegt, líklega af sæfíflaætt, sem heitir á venjulegu mannamáli, ,,gýgjarpussa." Sem betur fer veit ég ekki hvað gýgjarpussan heitir á teprulegu háskólamannamáli, en það hlýtur að vera eitthvað hlálegt. Það skal tekið fram, að gýgjarpussan þykir hið mesta óæti og það svo mjög að ekki einusinni kínverjum, og öðrum villuþjóðum af sama tagi, dettur ekki í hug að leggja hana sér til munns.


mbl.is Góð veiði á sæbjúga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birnuson

Sæll Jóhannes,

Ein spurning: Getur verið að þetta sé gýgjapussa, með upsiloni („skessupussa“)? (Og hvað er annars „villuþjóð“?)

 Kær kveðja,

Sigurjón 

Birnuson, 3.6.2008 kl. 13:34

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Rétt hjá þér Birnuson, það á vera yfsílón í gýgjarpussunni samkvæmt orðabók Máls og Menningar, hvernig í fjandanum sem þeir hafa fundið það út. Um skessupussuna veit ég ekki neitt, aldrei heyrt hana nefnda.

Þú ræður því svo alveg hvaða þjóðir þú kallar ,,villuþjóðir."

Jóhannes Ragnarsson, 3.6.2008 kl. 18:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband